Breytum hugarfarinu – og kynjakerfinu Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun