Brjóstaskorur bannaðar á unglingaballi Boði Logason skrifar 27. febrúar 2013 10:51 Frá Samfésballi í Laugardalshöll. Mynd/365 "Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
"Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira