Lífið

Bröns Bláa Lónsins til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á styrktarbröns sem Bláa Lónið hélt til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra síðustu helgi. Uppselt var á viðburðinn en öll innkoma rann til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra

Þetta var annað árið í röð sem viðburðurinn fer fram en á síðasta ári gerði Bláa Lónið samstarfssamning við Íþróttasamband fatlaðra og gildir samningurinn fram yfir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Brasílíu árið 2016.

Bláa Lónið varðveitir krónublað úr Ólympíueldinum

Ólympíumót fatlaðra fór fram í London sumarið 2012 en venju samkvæmt kepptu fatlaðir skömmu eftir að sjálfum Ólympíuleikunum lauk. Ólympíumótseldurinn vakti verðskuldaða athygli en eldstæðið sjálft var gert af enska hönnuðinum Thomas Heatherwick sem getið hefur sér gott orð fyrir hönnun á opinberum minnisvörðum og fleiru.

Bæði Ólympíueldurinn og Ólympíumótseldurinn samanstóð af krónublöðum úr kopar og hvert og eitt þeirra táknaði eina þátttökuþjóð við leikana. Að leikum loknum var svo eitt krónublað úr kopar sent hverri þátttökuþjóð.

Bláa Lónið mun nú hýsa krónublað Íslands um tíma sem tákn um stuðning félagsins við íþróttir fatlaðra.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×