Innlent

Brotið jólatré: Borgarstjóri spyr hvernig bjarga megi jólunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jólatréð á Austurvelli í morgun.
Jólatréð á Austurvelli í morgun. Vísir/Vilhelm
Jólatréð á Austurvelli fékk að kenna á því í óveðrinu í gærkvöldi. Góður hluti af efri hluta trésins brotnaði af og stjarnan hékk í miðju trénu.

Til stóð að tendra tréð í gær, fyrsta sunnudag í aðventu, en sökum slæmrar veðurspár var ákveðið að fresta tendrun trésins um viku. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr á Facebook-síðu sinni hvort borgarbúar hafi hugmyndir hvernig megi „bjarga jólunum“. Ljóst sé að það þurfi að hafa hraðar hendur.


Tengdar fréttir

Jólatré í miklu basli

Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×