Brotin fjölskylda eða betra líf? Guðrún Karlsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun