Brotin fjölskylda eða betra líf? Guðrún Karlsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun