Innlent

Brotist inn á lögreglustöðina á Eskifirði

Valur Grettisson skrifar
Eskifjörður.
Eskifjörður.

Brotist var inn á lögreglustöðina á Eskifirði í síðustu viku. Yfirlögregluþjónn, sem Vísir ræddi við, sagði þjófinn hafa brotið stóra rúðu og farið þannig inn í húsakynni lögreglunnar.

Lögreglan var hinsvegar snögg á staðinn og handsamaði innbrotsþjófinn á vettvangi. Í ljós kom að bíræfni þjófurinn reyndist vera þrettán ára unglingur.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirlögregluþjóninum var pilturinn handtekinn á fyrstu mínútunum eftir að hann braut sér leið inn enda öflugt þjófavarnakerfi á stöðinni. Tjónið er ekki verulegt en málið er að sjálfsögðu litið afar alvarlegum augum.

Mál piltsins hefur verið sent barnaverndaryfirvöldum til umfjöllunar.

Aðspurður hvort þetta sé eina skiptið sem brotist hefur verið inn á lögreglustöðina svaraði yfirlögregluþjónninn því til að þetta væri í annað skiptið. Hitt skiptið átti sér stað fyrir fjölmörgum árum síðan. Þá voru þjófarnir, líkt og nú, gripnir á vettvangi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×