Brúin getur orðið að veruleika á þarnæsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2012 20:14 Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira