Brúin getur orðið að veruleika á þarnæsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2012 20:14 Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira