Viðskipti innlent

Brunarústir seldar fyrir hálfan milljarð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Miklar skemmdir urðu á húsinu eftir brunann í júlí 2014.
Miklar skemmdir urðu á húsinu eftir brunann í júlí 2014.
Reitir hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu á öllum eignarhlutum félagsins í Skeifunni 11 í Reykjavík, samtals um 1.691 fermetra, til Fannar-þvottaþjónustunnar ehf.

Söluverð fasteignanna er 565 milljónir króna og greiðist með reiðufé að því er kemur fram í tilkynningu. Salan mun ekki hafa áhrif á áætlaðan rekstrarhagnað Reita þar sem eignirnar hafa ekki verið í útleigu síðan í júlí 2014, en þær skemmdust þá í bruna. Húsið var rifið í kjölfar brunanns.

Sjá einnig: Mikill eldur í Skeifunni

Í Skeifunni 11 var staðsett í júlí 2014 meðal annars Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar.

Engir fyrirvarar eru gerðir í kaupsamningi og mun afhending eignanna fara fram um miðjan janúar á næsta ári.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×