Bryndísi var bjargað frá drukknun: „Ég vakna við að ég er að ná andanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 15:30 Bryndís A. Rail er afar þakklát þeim sem komu að björgun hennar í sundlauginni á Hellu á laugardag. Vísir/Aðsend „Ég vakna við það að ég er að ná andanum, segir Bryndís A. Rail, kennari úr Garðabæ, sem var bjargað frá drukknun í sundlauginni á Hellu síðastliðinn laugardag. Bryndís hafði farið í heita pottinn áður en hún ákvað að synda nokkrar ferðir. „Ég fann fyrir þreytu og svo bara sofnaði ég. Ég upplifði aldrei þessa drukknunartilfinningu eða að ég væri ekki að ná að bakkanum, að ég þyrfti að berjast,“ segir Bryndís en sundlaugarvörðum og sundlaugargestum hefur verið hrósað fyrir snarræði þegar ljóst var að Bryndís var meðvitundarlaus í lauginni. Tveir sundlaugarverðir voru í afgreiðslunni og spruttu þeir af stað þegar þeim varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þeir komu Bryndísi upp á sundlaugarbakkann þar sem þeir hófu endurlífgunartilraunir á henni. Þegar læknir kom á staðinn var hún komin til meðvitundar.Sjá einnig:Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs Forstöðumaður sundlaugarinnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að skyndihjálpar- og björgunarkennsla hefði bjargað lífi Bryndísar.Hugsanlega of lengi í heita pottinum „Ég er búin að vera í rannsóknum hjá hjartalæknum í dag og þá grunar að ég hafi misst meðvitund. Það er líklegast. Hugsanlega var ég of lengi í heita pottinum áður en ég fór ofan í og þá víkka æðarnar og svo lækkar maður í blóðþrýstingi,“ segir Bryndís en hún segist hafa áttað sig á aðstæðum um leið og hún komst til meðvitundar. „Ég vakna við það að ég er að ná andanum. Ég er ekkert í þannig ástandi að ég hugsa hvar er ég og hvað gerðist. Ég gerði mér alveg fyllilega grein fyrir að ég væri í sundi á Hellu og það hefur eitthvað gerst. Það var kannski gott að ég fann það alveg að það var ekkert að mér. Ég skynjaði það alveg strax, ég kom alveg heil út úr þessu,“ segir Bryndís. Hún hafði farið í sund ásamt tveimur frænkum sínum og var hringt í systur hennar og dóttur sem voru í sumarbústað í grennd við Hellu. „Þær höfðu ekki orð til að lýsa því hvernig var staðið að þessu,“ segir Bryndís. Hún vill skila þakklæti til sundlaugargesta sem tóku frænkur hennar að sér og hringdu í systur Bryndísar.Óaðfinnanlegt „Svo auðvitað strákarnir tveir í afgreiðslunni sem hlupu út í laugina og náðu í mig. Og lögreglan sem keyrði dóttur mína í bæinn og sjúkraflutningamennirnir og þyrluteymið. Þetta var óaðfinnanlegt frá A til Ö. Bæði hjá þeim sem eru ólærðir og fagmenn, það er öll línan,“ segir Bryndís sem ætlar að færa starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar köku og þakka fyrir björgunina.En ætlar hún í sund aftur? „Ég er ekki mjög spennt fyrir því að fara í sund en ég ætla að skella mér. Þá byrja ég á því að synda nokkrar ferðir og fer síðan í heita pottinn.“ Tengdar fréttir Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ég vakna við það að ég er að ná andanum, segir Bryndís A. Rail, kennari úr Garðabæ, sem var bjargað frá drukknun í sundlauginni á Hellu síðastliðinn laugardag. Bryndís hafði farið í heita pottinn áður en hún ákvað að synda nokkrar ferðir. „Ég fann fyrir þreytu og svo bara sofnaði ég. Ég upplifði aldrei þessa drukknunartilfinningu eða að ég væri ekki að ná að bakkanum, að ég þyrfti að berjast,“ segir Bryndís en sundlaugarvörðum og sundlaugargestum hefur verið hrósað fyrir snarræði þegar ljóst var að Bryndís var meðvitundarlaus í lauginni. Tveir sundlaugarverðir voru í afgreiðslunni og spruttu þeir af stað þegar þeim varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þeir komu Bryndísi upp á sundlaugarbakkann þar sem þeir hófu endurlífgunartilraunir á henni. Þegar læknir kom á staðinn var hún komin til meðvitundar.Sjá einnig:Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs Forstöðumaður sundlaugarinnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að skyndihjálpar- og björgunarkennsla hefði bjargað lífi Bryndísar.Hugsanlega of lengi í heita pottinum „Ég er búin að vera í rannsóknum hjá hjartalæknum í dag og þá grunar að ég hafi misst meðvitund. Það er líklegast. Hugsanlega var ég of lengi í heita pottinum áður en ég fór ofan í og þá víkka æðarnar og svo lækkar maður í blóðþrýstingi,“ segir Bryndís en hún segist hafa áttað sig á aðstæðum um leið og hún komst til meðvitundar. „Ég vakna við það að ég er að ná andanum. Ég er ekkert í þannig ástandi að ég hugsa hvar er ég og hvað gerðist. Ég gerði mér alveg fyllilega grein fyrir að ég væri í sundi á Hellu og það hefur eitthvað gerst. Það var kannski gott að ég fann það alveg að það var ekkert að mér. Ég skynjaði það alveg strax, ég kom alveg heil út úr þessu,“ segir Bryndís. Hún hafði farið í sund ásamt tveimur frænkum sínum og var hringt í systur hennar og dóttur sem voru í sumarbústað í grennd við Hellu. „Þær höfðu ekki orð til að lýsa því hvernig var staðið að þessu,“ segir Bryndís. Hún vill skila þakklæti til sundlaugargesta sem tóku frænkur hennar að sér og hringdu í systur Bryndísar.Óaðfinnanlegt „Svo auðvitað strákarnir tveir í afgreiðslunni sem hlupu út í laugina og náðu í mig. Og lögreglan sem keyrði dóttur mína í bæinn og sjúkraflutningamennirnir og þyrluteymið. Þetta var óaðfinnanlegt frá A til Ö. Bæði hjá þeim sem eru ólærðir og fagmenn, það er öll línan,“ segir Bryndís sem ætlar að færa starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar köku og þakka fyrir björgunina.En ætlar hún í sund aftur? „Ég er ekki mjög spennt fyrir því að fara í sund en ég ætla að skella mér. Þá byrja ég á því að synda nokkrar ferðir og fer síðan í heita pottinn.“
Tengdar fréttir Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22