Bryndísi var bjargað frá drukknun: „Ég vakna við að ég er að ná andanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 15:30 Bryndís A. Rail er afar þakklát þeim sem komu að björgun hennar í sundlauginni á Hellu á laugardag. Vísir/Aðsend „Ég vakna við það að ég er að ná andanum, segir Bryndís A. Rail, kennari úr Garðabæ, sem var bjargað frá drukknun í sundlauginni á Hellu síðastliðinn laugardag. Bryndís hafði farið í heita pottinn áður en hún ákvað að synda nokkrar ferðir. „Ég fann fyrir þreytu og svo bara sofnaði ég. Ég upplifði aldrei þessa drukknunartilfinningu eða að ég væri ekki að ná að bakkanum, að ég þyrfti að berjast,“ segir Bryndís en sundlaugarvörðum og sundlaugargestum hefur verið hrósað fyrir snarræði þegar ljóst var að Bryndís var meðvitundarlaus í lauginni. Tveir sundlaugarverðir voru í afgreiðslunni og spruttu þeir af stað þegar þeim varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þeir komu Bryndísi upp á sundlaugarbakkann þar sem þeir hófu endurlífgunartilraunir á henni. Þegar læknir kom á staðinn var hún komin til meðvitundar.Sjá einnig:Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs Forstöðumaður sundlaugarinnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að skyndihjálpar- og björgunarkennsla hefði bjargað lífi Bryndísar.Hugsanlega of lengi í heita pottinum „Ég er búin að vera í rannsóknum hjá hjartalæknum í dag og þá grunar að ég hafi misst meðvitund. Það er líklegast. Hugsanlega var ég of lengi í heita pottinum áður en ég fór ofan í og þá víkka æðarnar og svo lækkar maður í blóðþrýstingi,“ segir Bryndís en hún segist hafa áttað sig á aðstæðum um leið og hún komst til meðvitundar. „Ég vakna við það að ég er að ná andanum. Ég er ekkert í þannig ástandi að ég hugsa hvar er ég og hvað gerðist. Ég gerði mér alveg fyllilega grein fyrir að ég væri í sundi á Hellu og það hefur eitthvað gerst. Það var kannski gott að ég fann það alveg að það var ekkert að mér. Ég skynjaði það alveg strax, ég kom alveg heil út úr þessu,“ segir Bryndís. Hún hafði farið í sund ásamt tveimur frænkum sínum og var hringt í systur hennar og dóttur sem voru í sumarbústað í grennd við Hellu. „Þær höfðu ekki orð til að lýsa því hvernig var staðið að þessu,“ segir Bryndís. Hún vill skila þakklæti til sundlaugargesta sem tóku frænkur hennar að sér og hringdu í systur Bryndísar.Óaðfinnanlegt „Svo auðvitað strákarnir tveir í afgreiðslunni sem hlupu út í laugina og náðu í mig. Og lögreglan sem keyrði dóttur mína í bæinn og sjúkraflutningamennirnir og þyrluteymið. Þetta var óaðfinnanlegt frá A til Ö. Bæði hjá þeim sem eru ólærðir og fagmenn, það er öll línan,“ segir Bryndís sem ætlar að færa starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar köku og þakka fyrir björgunina.En ætlar hún í sund aftur? „Ég er ekki mjög spennt fyrir því að fara í sund en ég ætla að skella mér. Þá byrja ég á því að synda nokkrar ferðir og fer síðan í heita pottinn.“ Tengdar fréttir Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Ég vakna við það að ég er að ná andanum, segir Bryndís A. Rail, kennari úr Garðabæ, sem var bjargað frá drukknun í sundlauginni á Hellu síðastliðinn laugardag. Bryndís hafði farið í heita pottinn áður en hún ákvað að synda nokkrar ferðir. „Ég fann fyrir þreytu og svo bara sofnaði ég. Ég upplifði aldrei þessa drukknunartilfinningu eða að ég væri ekki að ná að bakkanum, að ég þyrfti að berjast,“ segir Bryndís en sundlaugarvörðum og sundlaugargestum hefur verið hrósað fyrir snarræði þegar ljóst var að Bryndís var meðvitundarlaus í lauginni. Tveir sundlaugarverðir voru í afgreiðslunni og spruttu þeir af stað þegar þeim varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þeir komu Bryndísi upp á sundlaugarbakkann þar sem þeir hófu endurlífgunartilraunir á henni. Þegar læknir kom á staðinn var hún komin til meðvitundar.Sjá einnig:Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs Forstöðumaður sundlaugarinnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að skyndihjálpar- og björgunarkennsla hefði bjargað lífi Bryndísar.Hugsanlega of lengi í heita pottinum „Ég er búin að vera í rannsóknum hjá hjartalæknum í dag og þá grunar að ég hafi misst meðvitund. Það er líklegast. Hugsanlega var ég of lengi í heita pottinum áður en ég fór ofan í og þá víkka æðarnar og svo lækkar maður í blóðþrýstingi,“ segir Bryndís en hún segist hafa áttað sig á aðstæðum um leið og hún komst til meðvitundar. „Ég vakna við það að ég er að ná andanum. Ég er ekkert í þannig ástandi að ég hugsa hvar er ég og hvað gerðist. Ég gerði mér alveg fyllilega grein fyrir að ég væri í sundi á Hellu og það hefur eitthvað gerst. Það var kannski gott að ég fann það alveg að það var ekkert að mér. Ég skynjaði það alveg strax, ég kom alveg heil út úr þessu,“ segir Bryndís. Hún hafði farið í sund ásamt tveimur frænkum sínum og var hringt í systur hennar og dóttur sem voru í sumarbústað í grennd við Hellu. „Þær höfðu ekki orð til að lýsa því hvernig var staðið að þessu,“ segir Bryndís. Hún vill skila þakklæti til sundlaugargesta sem tóku frænkur hennar að sér og hringdu í systur Bryndísar.Óaðfinnanlegt „Svo auðvitað strákarnir tveir í afgreiðslunni sem hlupu út í laugina og náðu í mig. Og lögreglan sem keyrði dóttur mína í bæinn og sjúkraflutningamennirnir og þyrluteymið. Þetta var óaðfinnanlegt frá A til Ö. Bæði hjá þeim sem eru ólærðir og fagmenn, það er öll línan,“ segir Bryndís sem ætlar að færa starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar köku og þakka fyrir björgunina.En ætlar hún í sund aftur? „Ég er ekki mjög spennt fyrir því að fara í sund en ég ætla að skella mér. Þá byrja ég á því að synda nokkrar ferðir og fer síðan í heita pottinn.“
Tengdar fréttir Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22