Viðskipti innlent

Brynjar Níelsson vill rétta yfir Jóni Ásgeiri og félögum á Íslandi

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson.

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, lagði fram yfirlýsingu fyrir dómi í New York í dag, þar sem það er rökstutt að málaferlin gegn Jóni Ágeiri Jóhannessyni, og sex öðrum einstaklingum, eigi að fara fram hér landi en ekki í Bandaríkjunum.

Þar segir meðal annars að íslenskir dómstólar ráði vel við málaferli af þessu tagi og að málaferli sem fjalla um íslenska hagsmuni eigi að fara fram á Íslandi.

Í yfirlýsingunni segir Brynjar að ein af meginröksemdum slitastjórnarinnar fyrir málarekstrinum í New York lúti að því að íslenskir dómstólar ráði ekki við málaferli af þessu tagi.

Það sé því undarlegt að forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis, sem skipaðir voru af íslenskum dómstólum, treysti ekki þeim dómstólum sem skipuðu þá.

Sérstaklega sé þetta einkennilegt í ljósi þess að bandarískir dómar eru ekki aðfararhæfir á Íslandi.

Þá segir í yfirlýsingu Brynjars að eftir standi að ef slitastjórn Glitnis trúir því í raun að umræddir einstaklingar hafi valdið Glitni tjóni þá sé Ísland rétti vettvangurinn til að fá úr því skorið.

Fjallað verður um frávísunarkröfu stefndu fyrir dómstólum í New York þann 9. nóvember næstkomandi.

Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna um yfirlýsingu Brynjars í heild sinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×