Bubbi hefur selt fleiri en 320 þúsund plötur 9. ágúst 2011 09:19 „Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp." Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp."
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira