Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Birta Svavarsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 16:30 Steinar Berg hefur stefnt Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur sakað Steinar Berg, fyrrum útgefanda sinn, um níðingsskap og blekkingar í samningagerð á þeim árum sem þeir störfuðu saman við útgáfu platna Utangarðsmanna og Egó auk sólóverkefna Bubba. Voru téð ummæli látin falla í þættinum Popp- og rokksaga Íslands sem var á dagskrá RÚV fyrr á árinu. Í þættinum sem um ræðir, sem upphaflega var sýndur 13. mars síðastliðinn, segir Bubbi, „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Steinar Berg, fyrrum útgefandi Steina hf, hefur nú ákveðið að stefna Bubba Morthens og RÚV fyrir ærumeiðandi ummæli og birtingu þeirra. Steinar hefur tekið saman upplýsingar og gögn tengd málinu og birtir þau á heimasíðunni sannleikurmalsins.com. Sjá einnig: Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæliGefur lítið fyrir ummæli um „meintan níðingsskap“ Á síðunni rekur Steinar samstarfssögu sína við Bubba. Segir hann frá því að Bubbi hafi í þrígang falast eftir því að Steinar sæi um útgáfu fyrir hann. Í fyrsta skipti með Utangarðsmönnum árið 1980, þá aftur með Egó um tveimur árum síðar, og seinast 1989 fyrir sólóverkefni og plötu með GCD. Telur hann það undarlegt í meira lagi að sækja svo mjög í samstarf ef sögur um „meintan níðingsskap í hans garð væru sannar.“ Steinar segir að öll samningagerð hafi verið gerð í samstarfi við Bubba, og reynt að gæta að í hvívetna að samningurinn væri sem sanngjarnastur fyrir hljómsveitirnar og gæti skilað þeim einhverjum tekjum. Segir hann það hafa verið ákveðna nýlundu í ljósi þess að á þessum tíma hafi ekki almennt verið gert ráð fyrir að tónlistarmenn græddu mikið á plötuútgáfu. Sá gróði kæmi mikið til í hlut útgefanda, sem aftur á móti leggði til fé til útgáfunnar. „Sölumöguleikar á Íslandi voru samt alltaf og eru enn í örstærð og fáránlegt að halda því fram að íslensk tónlistarútgáfa gæti gert menn ríka.“ segir Steinar.Hér má sjá afrit af samningunum.Útgáfa plötunnar Geislavirkir. Úr Dagblaðinu, nóvember 1980.Timarit.isSegir Bubba hafa hagnast en útgáfuna hafa tapað fé Tekjur tónlistarmanna voru á þessum tíma að mestu leiti komnar frá spilamennsku og öðru slíku. Um samningagerð við Bubba segir Steinar meðal annars að Bubbi og hljómsveitarmeðlimir Egó og Utangarðsmanna hafi fengið rúmar fjórar milljónir í tekjur, á meðan útgáfan hafi tapað tveimur milljónum. Þá hafi útgefandinn Steinar hf. tryggt Bubba Morthens bæði höfundarlaun af seldum eintökum sem og tekjur vegna spilunar og annars flutnings til langrar framtíðar. Í gegn um allt þeirra samstarf kveðst Steinar ennfremur hafa lagt sig sérstaklega fram við að hjálpa Bubba að gefa út tónlist, þrátt fyrir að Steinar sjálfur hlyti fjárhagslegt tjón þar af. Hafi hann meðal annars lagt það á sig að senda Bubba erlendis til að taka upp plötu.„Steinar hefur reynst okkur frábærlega vel“ Því komu ummæli Bubba Steinari í opna skjöldu, en til vitnis um samstarf sitt við Bubba Morthens vitnar hann í viðtal við Bubba sem tekið var á þeim tíma sem Utangarðsmenn störfuðu með Steinari. „En Steinar hefur reynst okkur frábærlega vel. Hann hefur hjálpað okkur í ýmsum persónulegum málum, bara útaf almennilegheitum. Hann hefur verið með ólíkindum almennilegur við okkur og það er ekki til að hafa gullkálfana góða, maðurinn er bara svona vel innrættur.“ (Úr viðtali við Bubba í Vikunni í nóvember 1980).Ummælin mikill skellur fyrir Steinar Steinar segir Bubba vera frjálst að gagnrýna gerða samninga, að því gefnu að sú gagnrýni sé málefnaleg. Telur hann ummæli Bubba í þættinum vera vísvitandi lygar sem megi skilja sem svo að bæði hafi hann níðst á honum við samningagerð, og valdið því að Bubbi sat uppi með slæma samninga. Hann segir hvorugt vera rétt. „Enginn einn aðili fékk meiri tekjur út úr samstarfinu en Bubbi Morthens og honum var síðar tryggður góður ágóðahlutur til frambúðar með nýjum samningi.“Steinar Berg segir mannorð sitt vera sér dýrmætt.Vísir/Anton Brink„Ég þekkti Bubba Morthens sem hæfileikaríkan tónlistarmann, ágætlega innréttaðan og vel meinandi dreng á tíðum en líka sem sjálfmiðaðan og hvatvísan tækifærissinna.“ segir Steinar, og tekur fram að eftir að samstarfi þeirra lauk hafi samskipti þeirra á milli einkennst af hlýhug og vináttu. „Og nú kemur opinber og tilefnislaus árás í sjónvarpsþætti! Er athyglissýkin komin á það stig að hún réttlæti svona ósannindi og níð í minn garð?“Segir mannorð sitt vera sér dýrmætt Steinar Berg kveðst vera afskaplega stoltur af ferli sínum sem útgefandi og að störf hans á tónlistarsviðinu komi oft upp í hans daglega lífi. Tekur hann þá sérstaklega fram að þúsundir erlendra ferðamanna sem heimsækja hann árlega þyki mikið til sögu hans koma og séu þar sérstaklega komnir til að berja plötusafn hans, gullplötur og plötualbúm augum.Bubbi að spila með Utangarðsmönnum 13. september 1980.Ljósmyndasafn Reykjavíkur„Það er kannski þess vegna sem aðdróttun Bubba Morthens hefur reynst mér þungbær og óásættanleg. Mannorð mitt er mér einfaldlega afar dýrmætt og ég er minntur á það daglega. Ég hef því ákveðið að sækjast eftir því að ummæli Bubba Morthens verði dæmd dauð og ómerk og að RÚV axli sína ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum.“Bubbi segir Steinar hafa nýtt sér bágt ástand sitt Í samtali við Vísi segist Bubbi standa við ummælin, og að í upphafi ferils síns hafi Steinar Berg nýtt sér það að hann væri ekki hæfur til að skilja eða gera samninga. Það hafi ekki verið fyrr en mörgum árum seinna sem Bubbi hafi fengið samninga sem voru á pari við það að báðir fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Aðspurður segist Bubbi ekki hafa skoðað heimasíðu Steinars og það sem fram kemur þar, en að tilvist hennar kæmi honum ekki á óvart. „Steinar Berg er búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Að lokum segir Bubbi, „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. Í upphafi ferilsins var ég dópaður frá morgni til kvölds. Ég var aldrei með lögfræðinga mér við hlið. Hann nýtti sér bágt ástand mitt, hann var með lögfræðinga og fagfólk sín megin en ég var bara einn hinum megin við borðið og hann bara nýtti sér það. Ég er ekki að segja að hann sé vondur maður en hann nýtti sér þetta allt.“ Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur sakað Steinar Berg, fyrrum útgefanda sinn, um níðingsskap og blekkingar í samningagerð á þeim árum sem þeir störfuðu saman við útgáfu platna Utangarðsmanna og Egó auk sólóverkefna Bubba. Voru téð ummæli látin falla í þættinum Popp- og rokksaga Íslands sem var á dagskrá RÚV fyrr á árinu. Í þættinum sem um ræðir, sem upphaflega var sýndur 13. mars síðastliðinn, segir Bubbi, „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Steinar Berg, fyrrum útgefandi Steina hf, hefur nú ákveðið að stefna Bubba Morthens og RÚV fyrir ærumeiðandi ummæli og birtingu þeirra. Steinar hefur tekið saman upplýsingar og gögn tengd málinu og birtir þau á heimasíðunni sannleikurmalsins.com. Sjá einnig: Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæliGefur lítið fyrir ummæli um „meintan níðingsskap“ Á síðunni rekur Steinar samstarfssögu sína við Bubba. Segir hann frá því að Bubbi hafi í þrígang falast eftir því að Steinar sæi um útgáfu fyrir hann. Í fyrsta skipti með Utangarðsmönnum árið 1980, þá aftur með Egó um tveimur árum síðar, og seinast 1989 fyrir sólóverkefni og plötu með GCD. Telur hann það undarlegt í meira lagi að sækja svo mjög í samstarf ef sögur um „meintan níðingsskap í hans garð væru sannar.“ Steinar segir að öll samningagerð hafi verið gerð í samstarfi við Bubba, og reynt að gæta að í hvívetna að samningurinn væri sem sanngjarnastur fyrir hljómsveitirnar og gæti skilað þeim einhverjum tekjum. Segir hann það hafa verið ákveðna nýlundu í ljósi þess að á þessum tíma hafi ekki almennt verið gert ráð fyrir að tónlistarmenn græddu mikið á plötuútgáfu. Sá gróði kæmi mikið til í hlut útgefanda, sem aftur á móti leggði til fé til útgáfunnar. „Sölumöguleikar á Íslandi voru samt alltaf og eru enn í örstærð og fáránlegt að halda því fram að íslensk tónlistarútgáfa gæti gert menn ríka.“ segir Steinar.Hér má sjá afrit af samningunum.Útgáfa plötunnar Geislavirkir. Úr Dagblaðinu, nóvember 1980.Timarit.isSegir Bubba hafa hagnast en útgáfuna hafa tapað fé Tekjur tónlistarmanna voru á þessum tíma að mestu leiti komnar frá spilamennsku og öðru slíku. Um samningagerð við Bubba segir Steinar meðal annars að Bubbi og hljómsveitarmeðlimir Egó og Utangarðsmanna hafi fengið rúmar fjórar milljónir í tekjur, á meðan útgáfan hafi tapað tveimur milljónum. Þá hafi útgefandinn Steinar hf. tryggt Bubba Morthens bæði höfundarlaun af seldum eintökum sem og tekjur vegna spilunar og annars flutnings til langrar framtíðar. Í gegn um allt þeirra samstarf kveðst Steinar ennfremur hafa lagt sig sérstaklega fram við að hjálpa Bubba að gefa út tónlist, þrátt fyrir að Steinar sjálfur hlyti fjárhagslegt tjón þar af. Hafi hann meðal annars lagt það á sig að senda Bubba erlendis til að taka upp plötu.„Steinar hefur reynst okkur frábærlega vel“ Því komu ummæli Bubba Steinari í opna skjöldu, en til vitnis um samstarf sitt við Bubba Morthens vitnar hann í viðtal við Bubba sem tekið var á þeim tíma sem Utangarðsmenn störfuðu með Steinari. „En Steinar hefur reynst okkur frábærlega vel. Hann hefur hjálpað okkur í ýmsum persónulegum málum, bara útaf almennilegheitum. Hann hefur verið með ólíkindum almennilegur við okkur og það er ekki til að hafa gullkálfana góða, maðurinn er bara svona vel innrættur.“ (Úr viðtali við Bubba í Vikunni í nóvember 1980).Ummælin mikill skellur fyrir Steinar Steinar segir Bubba vera frjálst að gagnrýna gerða samninga, að því gefnu að sú gagnrýni sé málefnaleg. Telur hann ummæli Bubba í þættinum vera vísvitandi lygar sem megi skilja sem svo að bæði hafi hann níðst á honum við samningagerð, og valdið því að Bubbi sat uppi með slæma samninga. Hann segir hvorugt vera rétt. „Enginn einn aðili fékk meiri tekjur út úr samstarfinu en Bubbi Morthens og honum var síðar tryggður góður ágóðahlutur til frambúðar með nýjum samningi.“Steinar Berg segir mannorð sitt vera sér dýrmætt.Vísir/Anton Brink„Ég þekkti Bubba Morthens sem hæfileikaríkan tónlistarmann, ágætlega innréttaðan og vel meinandi dreng á tíðum en líka sem sjálfmiðaðan og hvatvísan tækifærissinna.“ segir Steinar, og tekur fram að eftir að samstarfi þeirra lauk hafi samskipti þeirra á milli einkennst af hlýhug og vináttu. „Og nú kemur opinber og tilefnislaus árás í sjónvarpsþætti! Er athyglissýkin komin á það stig að hún réttlæti svona ósannindi og níð í minn garð?“Segir mannorð sitt vera sér dýrmætt Steinar Berg kveðst vera afskaplega stoltur af ferli sínum sem útgefandi og að störf hans á tónlistarsviðinu komi oft upp í hans daglega lífi. Tekur hann þá sérstaklega fram að þúsundir erlendra ferðamanna sem heimsækja hann árlega þyki mikið til sögu hans koma og séu þar sérstaklega komnir til að berja plötusafn hans, gullplötur og plötualbúm augum.Bubbi að spila með Utangarðsmönnum 13. september 1980.Ljósmyndasafn Reykjavíkur„Það er kannski þess vegna sem aðdróttun Bubba Morthens hefur reynst mér þungbær og óásættanleg. Mannorð mitt er mér einfaldlega afar dýrmætt og ég er minntur á það daglega. Ég hef því ákveðið að sækjast eftir því að ummæli Bubba Morthens verði dæmd dauð og ómerk og að RÚV axli sína ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum.“Bubbi segir Steinar hafa nýtt sér bágt ástand sitt Í samtali við Vísi segist Bubbi standa við ummælin, og að í upphafi ferils síns hafi Steinar Berg nýtt sér það að hann væri ekki hæfur til að skilja eða gera samninga. Það hafi ekki verið fyrr en mörgum árum seinna sem Bubbi hafi fengið samninga sem voru á pari við það að báðir fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Aðspurður segist Bubbi ekki hafa skoðað heimasíðu Steinars og það sem fram kemur þar, en að tilvist hennar kæmi honum ekki á óvart. „Steinar Berg er búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Að lokum segir Bubbi, „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. Í upphafi ferilsins var ég dópaður frá morgni til kvölds. Ég var aldrei með lögfræðinga mér við hlið. Hann nýtti sér bágt ástand mitt, hann var með lögfræðinga og fagfólk sín megin en ég var bara einn hinum megin við borðið og hann bara nýtti sér það. Ég er ekki að segja að hann sé vondur maður en hann nýtti sér þetta allt.“
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16