Búið að finna viðbótarfjármagn fyrir Landspítalann Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. desember 2013 18:30 Fjárframlög til Landspítalans verða aukin um 3-4 milljarða króna frá upphaflegum forsendum fjárlagafrumvarpsins ef samstaða tekst innan stjórnarflokkanna um sparnað í ríkisfjármálum á móti en búið er að finna til fjármagnið. Gangi þetta eftir verður fjárlagafrumvarpi breytt í þessa veru fyrir aðra umræðu í þinginu í næstu viku. Mikil umræða hefur verið allt þetta ár um fjárhagsvanda Landspítalans. Þrátt fyrir aðkallandi vanda Landspítalans var ekki gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til spítalans. Þá féll niður tímabundið framlag til tækjakaupa á Landspítala að fjárhæð 600 milljónir króna. Þetta varð m.a til þess að Björn Zoëga, sem hafði náð eftirtektarverðum árangri í rekstri spítalans á erfiðum tímum, sagði starfi sínu lausu undir lok september, en skömmu áður hafði hann verið upplýstur um að í óbirtum fjárlögum yrðu framlög til spítalans ekki aukin. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, boðaði hins vegar í dag stórauknar fjárveitingar til spítalans. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að unnið hafi verið að því að finna þessa fjármuni.„Þetta snýst um pólitískan vilja“Verða framlög til Landspítalans aukin um 3-4 milljarða króna? „Ég held að það sé mjög mikilvægt og til þess er leikurinn gerður. Að við náum að setja meiri fjármuni í Landspítalann, en fyrst þurfum við að finna peningana og það eru margar leiðir til þess. Það þarf bara að vera pólitísk sátt um það að spara annars staðar,“ segir Guðlaugur Þór.Mun ykkur takast að finna peningana fyrir aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið? „Það liggur alveg fyrir að það er hægt að spara. Það er alveg kristaltært. Þetta snýst um pólitískan vilja.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að spítalinn þurfi 3 milljarða króna í viðbótarfjárveitingu og svo virðist sem pólitískur vilji sé til þess innan ríkisstjórnarinnar að koma til móts við þetta. Samkvæmt heimildum fréttastofu er búið að finna 3-4 milljarða króna með hagræðingu í ríkisfjármálum sem mun renna til Landspítalans ef samstaða næst innan stjórnarflokkanna um þennan sparnað. Það rímar við orð Guðlaugs Þórs um pólitíska sátt. Forstjóri spítalans segist sagna þessu ef þetta gangi eftir. „Við þurfum í það minnsta þrjá milljarða króna til að ná lágmarks viðspyrnu þannig að við vissulega fögnum þessu. Það myndi hjálpa okkur á næsta ári. Síðan þurfum við til lengri tíma skipulega endurfjármögnun á starfi spítalans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Fjárframlög til Landspítalans verða aukin um 3-4 milljarða króna frá upphaflegum forsendum fjárlagafrumvarpsins ef samstaða tekst innan stjórnarflokkanna um sparnað í ríkisfjármálum á móti en búið er að finna til fjármagnið. Gangi þetta eftir verður fjárlagafrumvarpi breytt í þessa veru fyrir aðra umræðu í þinginu í næstu viku. Mikil umræða hefur verið allt þetta ár um fjárhagsvanda Landspítalans. Þrátt fyrir aðkallandi vanda Landspítalans var ekki gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til spítalans. Þá féll niður tímabundið framlag til tækjakaupa á Landspítala að fjárhæð 600 milljónir króna. Þetta varð m.a til þess að Björn Zoëga, sem hafði náð eftirtektarverðum árangri í rekstri spítalans á erfiðum tímum, sagði starfi sínu lausu undir lok september, en skömmu áður hafði hann verið upplýstur um að í óbirtum fjárlögum yrðu framlög til spítalans ekki aukin. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, boðaði hins vegar í dag stórauknar fjárveitingar til spítalans. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að unnið hafi verið að því að finna þessa fjármuni.„Þetta snýst um pólitískan vilja“Verða framlög til Landspítalans aukin um 3-4 milljarða króna? „Ég held að það sé mjög mikilvægt og til þess er leikurinn gerður. Að við náum að setja meiri fjármuni í Landspítalann, en fyrst þurfum við að finna peningana og það eru margar leiðir til þess. Það þarf bara að vera pólitísk sátt um það að spara annars staðar,“ segir Guðlaugur Þór.Mun ykkur takast að finna peningana fyrir aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið? „Það liggur alveg fyrir að það er hægt að spara. Það er alveg kristaltært. Þetta snýst um pólitískan vilja.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að spítalinn þurfi 3 milljarða króna í viðbótarfjárveitingu og svo virðist sem pólitískur vilji sé til þess innan ríkisstjórnarinnar að koma til móts við þetta. Samkvæmt heimildum fréttastofu er búið að finna 3-4 milljarða króna með hagræðingu í ríkisfjármálum sem mun renna til Landspítalans ef samstaða næst innan stjórnarflokkanna um þennan sparnað. Það rímar við orð Guðlaugs Þórs um pólitíska sátt. Forstjóri spítalans segist sagna þessu ef þetta gangi eftir. „Við þurfum í það minnsta þrjá milljarða króna til að ná lágmarks viðspyrnu þannig að við vissulega fögnum þessu. Það myndi hjálpa okkur á næsta ári. Síðan þurfum við til lengri tíma skipulega endurfjármögnun á starfi spítalans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira