Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2014 13:07 Nýr vefur er kominn í loftið í stað Deildu.net. vísir Búið er að koma upp nýju vefsvæðið í staðinn fyrir vefinn Deildu.net, eftir að úrskurðað var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loka ætti fyrir aðgang viðskiptavina Vodafone og Hringdu að síðunni, auk þess sem fyrirtækin áttu að loka fyrir aðgang viðskiptavina sinna af sambærilegri síðu sem hýst er erlendis og kallast PirateBay. Þegar farið er inn á vef Deildu.net má sjá hlekk á nýja vefinn. Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. Eyjan heitir Saint Pierre og Miquelon. Deildu.net hefur undanfarið verið stærsti vefurinn hér á landi þar sem boðið er upp á höfundavarið efni sem hægt er að hala niður án endurgjalds. SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á Íslandi, og STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hafa barist fyrir því að síðunni verði lokað. Í kjölfar dómsins hafa margir tjáð sig um þá tilraun að loka fyrir aðgang að vefjunum tveimur. Þingflokksformaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagðist til dæmis ætla að deila tækniþekkingu sinni til almennings, því ýmsar hjáleiðir væri að finna á netinu. Í samtali við Vísi sagði hann jafnframt: „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ og bætti við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“ Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu sagði við Vísi í morgun: „Það er ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum en fjarskiptafyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir þess eigi rétt á óhindruðum aðgangi að internetinu.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF: „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“ Tengdar fréttir Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 „Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Búið er að koma upp nýju vefsvæðið í staðinn fyrir vefinn Deildu.net, eftir að úrskurðað var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loka ætti fyrir aðgang viðskiptavina Vodafone og Hringdu að síðunni, auk þess sem fyrirtækin áttu að loka fyrir aðgang viðskiptavina sinna af sambærilegri síðu sem hýst er erlendis og kallast PirateBay. Þegar farið er inn á vef Deildu.net má sjá hlekk á nýja vefinn. Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. Eyjan heitir Saint Pierre og Miquelon. Deildu.net hefur undanfarið verið stærsti vefurinn hér á landi þar sem boðið er upp á höfundavarið efni sem hægt er að hala niður án endurgjalds. SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á Íslandi, og STEF, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hafa barist fyrir því að síðunni verði lokað. Í kjölfar dómsins hafa margir tjáð sig um þá tilraun að loka fyrir aðgang að vefjunum tveimur. Þingflokksformaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagðist til dæmis ætla að deila tækniþekkingu sinni til almennings, því ýmsar hjáleiðir væri að finna á netinu. Í samtali við Vísi sagði hann jafnframt: „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ og bætti við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“ Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu sagði við Vísi í morgun: „Það er ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum en fjarskiptafyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir þess eigi rétt á óhindruðum aðgangi að internetinu.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF: „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“
Tengdar fréttir Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 „Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00
„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26
„Ljóst að aðgerðir sem þessar samrýmast ekki stefnu Hringdu í netfrelsismálum“ Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að téðum síðum fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. 15. október 2014 09:48
Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44
Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31