Innlent

Búið að slökkva eldinn

Boði Logason skrifar
Mikill reykur barst inn í íbúðir við Eggertsgötu. Myndina tók Vigfús Björnsson.
Mikill reykur barst inn í íbúðir við Eggertsgötu. Myndina tók Vigfús Björnsson.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og á flugvellinum í Reykjavík hafa slökkt eldinn að mestu sem logaði í Vatnsmýri í kvöld. Enn logar í glæðum á svæðinu. Mikill sinubruni kviknaði um hálf tólf í kvöld skammt frá Öskju og barst með vindi í átt að Eggertsgötu.

Eldsupptök eru óljós, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki ólíklegt að flugeldur hafi hrapað á svæðinu.

Um fimmtán slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðinni. Þrír dælubílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru á vettvang og einn tankbíll. Þá var stór slökkvibíll frá Reykjavíkurflugvelli notaður til að slökkva eldinn.

Lögreglan lokaði stóru svæði í kringum eldinn, en margir fjölmenntu á svæðið til að sjá eldinn. Mikill reykur barst frá svæðinu og yfir nálæg hús.






Tengdar fréttir

Vatnsmýrin logar

Mjög mikill sinubruni er nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík, nálægt Norræna húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru „fjölmargir" slökkvibílar á vettvangi.

„Íbúðin fylltist bara af reyk“

„Ég rétt náði að færa bílinn minn, hann stóð þarna einn í eldinum," segir íbúi á stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Hann segist hafa fyrst orðið var við eldinn í Vatnsmýrinni þegar nágranni sinn dinglaði á bjölluna hjá sér og tilkynnti að það væri kviknað í túninu fyrir framan húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×