Innlent

Búist við margmenni á mótmælum í dag

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Um 20 þúsund manns mættu á mánudag.
Um 20 þúsund manns mættu á mánudag. Vísir/Ernir
Tæplega 4000 manns hafa þegar boðað komu sína á mótmæli sem fara eiga fram fyrir utan Alþingishúsið í dag. Það er hópurinn Jæja sem boðar til mótmælanna en það er einnig sami hópur og skipulagði mótmælin á mánudag ásamt Skiltaköllunum. Mótmæli gærdagsins voru skipulögð af hópnum Beinar aðgerðir sem hefur töluvert minna fylgi á Facebook en Jæja hópurinn sem hefur þar 11 þúsund fylgjendur.

Krafa mótmælanna í dag er skýr; að boðað verði til kosninga strax. Í textanum segir m.a., „Fullkomin óvissa og upplausn ríkir nú í landinu. Stjórnvöld hafa hafa sýnt okkur ítrekað getuleysi í störfum sínum og eru augljóslega óhæf til að stjórna landinu.“

Í viðtali við Stöð 2 í hádeginu sagði talsmaður hópsins; „við vorum að óska eftir siðferði á þingi, það kallaði enginn „Sigurður Ingi!“

Mótmælin hefjast klukkan 17:00.

Greinin var uppfærð kl.15:44.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×