Bullið í Oddnýju Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar