Innlent

Buster og Nökkvi bestir

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Íslandsmeistararnir 2012, Guðjón Smári Guðjónsson, sem hefur umsjón með Buster á Selfossi og Laufey Gísladóttir, sem hefur umsjón með Nökkva í Borgarnesi.
Íslandsmeistararnir 2012, Guðjón Smári Guðjónsson, sem hefur umsjón með Buster á Selfossi og Laufey Gísladóttir, sem hefur umsjón með Nökkva í Borgarnesi.
Fíkniefnahundurinn Buster hjá lögreglunni á Selfossi og Nökkvi hjá lögreglunni Borgarnesi eru bestu fíkniefnahundar landsins eftir Íslandsmeistaramót fíkniefnahunda sem fór fram á Eyrarbakka og Selfossi í gær og í dag, sem tíu hundar tóku þátt.

Þetta er annað árið í röð, sem Buster sigrar keppnina. Hundarnir voru látir leysa hinar ýmsu þrautir í rútum, iðnaðarhúsum, bílum, verkstæðum og inni í húsum. Steinar Gunnarsson hjá ríkislögreglustjóra er yfirþjálfari fíkniefnahunda landsins og stýrði keppninni.

Fjallað verður um Íslandsmeistaramótið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fréttamaður stöðvarinnar verður m.a. handtekinn fyrir að vera með fíkniefni á sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×