Byggingarfulltrúi gefur ekki mikið fyrir útskýringar Mannverks vegna niðurrifs Exeter-hússins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 21:15 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink „Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
„Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15