Byggja þarf 10.000 íbúðir næstu þrjú árin Una Sighvatsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 20:00 Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt." Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt."
Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira