BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 18:16 Sekt BYKO var lækkuð úr 650 milljónum niður í 65 milljónir. vísir/ernir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta. Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta.
Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00
Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06