Lífið

Býr til metnaðarfullt tímarit fyrir krakka

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Guðbjörg Gissurardóttir ritstýrir nýja tímaritinu Krakkalakkar.
Guðbjörg Gissurardóttir ritstýrir nýja tímaritinu Krakkalakkar. Fréttablaðið/Valli

„Það hefur ekki verið gefið út blað fyrir krakka í næstum 20 ár eða síðan Æskan lagði upp laupana,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri og útgefandi tímaritsins Krakkalakkar sem ætlað er börnum.

Fyrsta tölublaðið af Krakkalökkum kemur út í byrjun júlí og verða þær Eva Þorgeirsdóttir aðstoðarritstjóri og Erla Björg Gunnarsdóttir einnig starfandi á blaðinu.

Tímaritið er ætlað börnum á aldursbilinu 6-12 ára og verður án allra auglýsinga.

„Við lítum ekki þennan hóp sem markhóp auglýsenda. Fyrsta tölublaðið er tilraunaeintak svo við sjáum hvernig þetta leggst í lesendur,“ segir Guðbjörg sem hefur þess í stað leitað óhefðbundinna leiða til að fjármagna útgáfuna.

„Við höfum komið upp Karolina fund-síðu þar sem hægt er að forkaupa blaðið. Þá sjáum við hvaða peningur er að koma inn. Vonandi verður svo hægt að gefa út blaðið þrisvar til fjórum sinnum á ári í framhaldinu.“

Efnistök blaðsins eru barnamenning og náttúran, að sögn Guðbjargar, sem og að tengja íslenska krakka við íslenskan veruleika.

„Við viljum að efnið verði hvatning fyrir íslenska krakka,“ segir Guðbjörg, sem kvíðir ekki fyrir samkeppninni við snjallsíma og spjaldtölvur. „Blaðið er hugsað sem mótvægi við það allt saman þó að við fjöllum kannski eitthvað um svoleiðis tækni í blaðinu.“

Hér má nálgast Karolina fund síðu Krakkalakka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.