CCP skilar methagnaði Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 14:29 Hilmar Veigar Pétursson segir Gunjack mest selda sýndarveruleikaleikinn frá upphafi. Vísir/Anton Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51
Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08
Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00
CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57
Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00