Christian Bale í nýjustu mynd Baltasars - "Einn sá brjálaðasti í bransanum" Boði Logason skrifar 19. febrúar 2013 17:58 Baltasar Kormákur "Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
"Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira