Christian Bale í nýjustu mynd Baltasars - "Einn sá brjálaðasti í bransanum" Boði Logason skrifar 19. febrúar 2013 17:58 Baltasar Kormákur "Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
"Já ég get staðfest það, það er verið að semja við hann en ég veit ekki hvort að samningar hafa náðst," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem leikstýrir myndinni Everest sem tekin verður upp í sumar. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í dag að Christian Bale muni leika aðalhlutverkið í myndinni og staðfestir Baltasar að samningar hafa staðið yfir. „Hann er æðislegur leikari, einn albesti og sá brjálaðasti í bransanum enda nýbúinn að vinna Óskarsverðlaun. Við hittumst og ég sýndi honum Djúpið, og hann hafði mikinn áhuga á að gera þetta. Ég er búinn að berjast fyrir því að fá hann í þetta og sóttist eftir því. Þetta er risadæmi og ég er núna að reyna sannfæra alla um að taka hana hérna upp á Íslandi, við ætlum að fara á Vatnajökul og Mýrdalsjökul á morgun til að skoða hugsanlega tökustaði. Þeir eru komnir hingað að utan til þess að kíkja á það, það er mikill áhugi fyrir því - það gæti farið svo að myndin yrði tekin upp hér og í Nepal," segir hann. Kvikmyndin Everest er byggð á bókinni Into Thin Air, sem á íslensku heitir Á fjalli lífs og dauða. Bókin fjallar um frásögn Jon Krakauer um tvo daga árið 1996 þegar átta manns létust á Mount Everest Hann segir að það skipti sig miklu máli að fá að taka upp hér á landi. „Það er mikið af góðu fólki hér sem ég treysti í erfiðum aðstæðum. Það er líka auðveldara að komast upp á fjall hér en víða annars staðar. Það er nánast hægt að keyra upp á Vatnajökul og svo viltu ekki vinna þar sem er þunnt loftslag þannig að menn geti ekki andað, þú vilt vilt vera í aðstæðum þar sem hægt er að vinna," segir hann. Þá sé það ánægjulegt að geta komið með pening inn í hagkerfið. „Þetta eru hátt í 10 milljarðar sem myndin er gerð fyrir og það er gott að koma með það inn í hagkerfið. Það var alltaf stefnan hjá mér að koma með eins mörg verkefni hingað og ég get. Síðasta mynd gerðist í eyðimörk þannig það var erfiðara - það gekk ekki alveg upp," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira