Lífið

Cocker Spaniel gekk kettlingnum Snata í móðurstað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mynd/Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti
Heppnin var svo sannarlega með kettlingnum Snata sem rataði inn á dýralæknamiðstöðina í Grafarholti síðastliðinn þriðjudag. Hann var einungis um sólarhrings gamall þegar hann fannst úti eftir að hafa orðið viðskila við móður sína.

Miskunnsamir vegfarendur komu honum í hendur starfsmanna dýralæknamiðstöðvarinnar sem voru ekki lengi að útvega honum fósturmóður sem er þó aldeilis ekki köttur heldur enskur Cocker Spaniel hundur sem átti fyrir einn 2 vikna hvolp.

Hér að neðan má sjá myndir af samlífi Snata og móðurinnar, sem og fóstursystkinisins.

Að sögn starfsmanna dýralæknamiðstöðvarinnar mun Snati koma til þeirra í bólusetningar, ormahreinsun og örmerkingu þegar hann hefur aldur til, „svo við hlökkum mikið til að sjá hann aftur. Þangað til fáum við bara sendar myndir af honum reglulega ásamt fósturmömmu og stóra bróður.“

„Kósí sunnudagsmorgun hjá hjá þessum einstöku mæðginum“ skrifar miðstöðin við þessa mynd.Mynd/Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti
Snati í góðu yfirlæti með fóstursystkini sínu.Mynd/Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti
Mynd/Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti
Mynd/Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti

Komið var með þennan litla kettling til okkar sl. þriðjudag þar sem hann hafði fundist úti. Hann var líklega innan við s...

Posted by Dýralæknamiðstöðin Grafarholti on Saturday, 29 August 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.