Creditinfo semur um nýtt verkefni í Afríku Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Reynir Grétarsson segir að stefnan sé sú að Creditinfo verði með lánshæfismatskerfi í 50 löndum árið 2020. fréttablaðið/Ernir Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríflega 100 milljónir. Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarekið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðildarríki Vesturafríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og samstarfsaðili þess hefðu verið valin. Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Creditinfo hafi unnið fimm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfirleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vestur-Afríku var Þróunarbanki Afríku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Creditinfo á lánshæfismatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir dollara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014. Reynir segir stofnanir í þróunarsamvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tæknilegra innviða, ekki síst í fjármálakerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík kerfi eru nauðsynlegur hluti fjármálakerfa og án þeirra er erfitt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann. Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 1/3 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niðurstöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir. Löndin sem tilheyra Vesturafríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríflega 100 milljónir. Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarekið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðildarríki Vesturafríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og samstarfsaðili þess hefðu verið valin. Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Creditinfo hafi unnið fimm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfirleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vestur-Afríku var Þróunarbanki Afríku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Creditinfo á lánshæfismatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir dollara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014. Reynir segir stofnanir í þróunarsamvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tæknilegra innviða, ekki síst í fjármálakerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík kerfi eru nauðsynlegur hluti fjármálakerfa og án þeirra er erfitt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann. Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 1/3 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niðurstöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir. Löndin sem tilheyra Vesturafríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira