Creditinfo semur um nýtt verkefni í Afríku Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Reynir Grétarsson segir að stefnan sé sú að Creditinfo verði með lánshæfismatskerfi í 50 löndum árið 2020. fréttablaðið/Ernir Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríflega 100 milljónir. Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarekið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðildarríki Vesturafríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og samstarfsaðili þess hefðu verið valin. Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Creditinfo hafi unnið fimm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfirleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vestur-Afríku var Þróunarbanki Afríku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Creditinfo á lánshæfismatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir dollara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014. Reynir segir stofnanir í þróunarsamvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tæknilegra innviða, ekki síst í fjármálakerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík kerfi eru nauðsynlegur hluti fjármálakerfa og án þeirra er erfitt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann. Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 1/3 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niðurstöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir. Löndin sem tilheyra Vesturafríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríflega 100 milljónir. Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarekið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðildarríki Vesturafríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og samstarfsaðili þess hefðu verið valin. Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Creditinfo hafi unnið fimm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfirleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vestur-Afríku var Þróunarbanki Afríku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Creditinfo á lánshæfismatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir dollara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014. Reynir segir stofnanir í þróunarsamvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tæknilegra innviða, ekki síst í fjármálakerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík kerfi eru nauðsynlegur hluti fjármálakerfa og án þeirra er erfitt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann. Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 1/3 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niðurstöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir. Löndin sem tilheyra Vesturafríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira