Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Hanna Rún Sverrisdóttir og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 12:41 Greiðir samtals um 600 þúsund krónur vegna málsins. Lögreglumaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu fyrir líkamsárás í opinberu starfi og að hafa farið offari við handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Málið varð áberandi í umræðunni eftir að myndband af handtökunni var birt á netinu. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt, 229 þúsund í skaðabætur til fórnarlambsins og 68 þúsund í sakarkostnað. Málið vakti talsverða reiði með almennings en tekist var á um það fyrir dómi nú í nóvember. Þar var meðal annars tekist á um hvort að þær aðferðir sem lögreglumaðurinn beitti hefðu verið réttmætar.Sækjandi sagði lögreglumanninn hafa verið pirraðanRíkissakskóknari hélt því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Ríkissaksóknari sagði einnig að aðferðir lögreglumannsins bæru með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þó að taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er.Vægasta úrræðið sem völ var áVerjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi frá konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handtaka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Verjandi lögreglumannsins mótmælti þeirri staðhæfingu sækjanda að lögreglumaðurinn hefði verið pirraður og þvert á móti væri ekkert í gögnunum sem sýndi fram á að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Meðal annars sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann. Lögreglumaðurinn bar því sjálfur við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Var mjög ölvuðKonan lýsti því yfir fyrir dómi að hún hefði verið mjög ölvuð þetta kvöld og að það hefði tekið sinn tíma að standa upp. Lögreglubíllinn hafi keyrt framhjá henni og spegillinn lent á henni. Orðaskipti hafi átt sér stað og hún hafi endað á því að hrækja á manninn. Konan sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins ölvuð og þetta kvöld. Hún hefði bæði farið í brúðkaup og útskrift og verið komin heim fyrir miðnætti. Meðleigjandi hennar hefði beðið hana að kíkja með sér út. Hún muni ekki mikið frá því sem gerðist eftir það. Lögreglumaðurinn var sendur í leyfi aðeins tveimur til þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað og á meðan ríkissaksóknari skoðaði málið. Hann hefur ekki snúið aftur til starfa síðan.Myndband náðist af atvikinuMyndband náðist af handtökunni sem sýndi ofurölvi konu í miðborg Reykjavíkur. Hún stóð á miðjum Laugaveginum, sem breytt hafði verið að hluta í göngugötu, og lögreglan ók í áttina að henni. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kom fram hjá pari sem sat ásamt konunni á götunni að lögreglumaðurinn hefði sagt: „Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Lögreglumaður sem var á vakt með hinum dæmda bar vitni fyrir dómi lýsti því að hinn dæmdi hefði stýrt aðgerðinni. Hann hafi beðið fólkið um að færa sig í gegnum kallkerfið og allir hefðu hlýtt nema konan. Einhver af vinum hennar hafi reynt að hjálpa henni á fætur en hún hafi ekki hreyft sig. Hún hafi þó staðið upp að lokum og staðið fyrir framan lögreglubílinn en svo fært sig til hliðar. Þá hafi sá ákærði keyrt af stað en spegilinn á bílnum rekist utan í konuna. Konan hafi horft á þann ákærða og hrækt að honum. Lögreglumennirnir hafi þá farið út úr bílnum. Á myndbandinu sem náðist af atvikinu sést að þegar konan var komin upp að hlið bílsins hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór út úr bílnum og greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Því næst var hún færð í lögreglubílinn.Konan dæmd fyrir brot gegn valdstjórninniKonan sem handtekin var jafnframt ákærð fyrir að hafa hrækt á lögreglumann við skyldustörf. Konan játaði brot sín skýlaust og var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir sagði fyrst frá málinu 7. júlí síðastliðinn og hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 daginn eftir. Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Lögreglumaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu fyrir líkamsárás í opinberu starfi og að hafa farið offari við handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Málið varð áberandi í umræðunni eftir að myndband af handtökunni var birt á netinu. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt, 229 þúsund í skaðabætur til fórnarlambsins og 68 þúsund í sakarkostnað. Málið vakti talsverða reiði með almennings en tekist var á um það fyrir dómi nú í nóvember. Þar var meðal annars tekist á um hvort að þær aðferðir sem lögreglumaðurinn beitti hefðu verið réttmætar.Sækjandi sagði lögreglumanninn hafa verið pirraðanRíkissakskóknari hélt því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Ríkissaksóknari sagði einnig að aðferðir lögreglumannsins bæru með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þó að taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er.Vægasta úrræðið sem völ var áVerjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi frá konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handtaka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Verjandi lögreglumannsins mótmælti þeirri staðhæfingu sækjanda að lögreglumaðurinn hefði verið pirraður og þvert á móti væri ekkert í gögnunum sem sýndi fram á að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Meðal annars sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann. Lögreglumaðurinn bar því sjálfur við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Var mjög ölvuðKonan lýsti því yfir fyrir dómi að hún hefði verið mjög ölvuð þetta kvöld og að það hefði tekið sinn tíma að standa upp. Lögreglubíllinn hafi keyrt framhjá henni og spegillinn lent á henni. Orðaskipti hafi átt sér stað og hún hafi endað á því að hrækja á manninn. Konan sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins ölvuð og þetta kvöld. Hún hefði bæði farið í brúðkaup og útskrift og verið komin heim fyrir miðnætti. Meðleigjandi hennar hefði beðið hana að kíkja með sér út. Hún muni ekki mikið frá því sem gerðist eftir það. Lögreglumaðurinn var sendur í leyfi aðeins tveimur til þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað og á meðan ríkissaksóknari skoðaði málið. Hann hefur ekki snúið aftur til starfa síðan.Myndband náðist af atvikinuMyndband náðist af handtökunni sem sýndi ofurölvi konu í miðborg Reykjavíkur. Hún stóð á miðjum Laugaveginum, sem breytt hafði verið að hluta í göngugötu, og lögreglan ók í áttina að henni. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kom fram hjá pari sem sat ásamt konunni á götunni að lögreglumaðurinn hefði sagt: „Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Lögreglumaður sem var á vakt með hinum dæmda bar vitni fyrir dómi lýsti því að hinn dæmdi hefði stýrt aðgerðinni. Hann hafi beðið fólkið um að færa sig í gegnum kallkerfið og allir hefðu hlýtt nema konan. Einhver af vinum hennar hafi reynt að hjálpa henni á fætur en hún hafi ekki hreyft sig. Hún hafi þó staðið upp að lokum og staðið fyrir framan lögreglubílinn en svo fært sig til hliðar. Þá hafi sá ákærði keyrt af stað en spegilinn á bílnum rekist utan í konuna. Konan hafi horft á þann ákærða og hrækt að honum. Lögreglumennirnir hafi þá farið út úr bílnum. Á myndbandinu sem náðist af atvikinu sést að þegar konan var komin upp að hlið bílsins hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór út úr bílnum og greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Því næst var hún færð í lögreglubílinn.Konan dæmd fyrir brot gegn valdstjórninniKonan sem handtekin var jafnframt ákærð fyrir að hafa hrækt á lögreglumann við skyldustörf. Konan játaði brot sín skýlaust og var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir sagði fyrst frá málinu 7. júlí síðastliðinn og hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 daginn eftir.
Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira