Dæmi um börn séu með beinkröm vegna D-vítamínskorts Karen Kjartansdóttir skrifar 17. febrúar 2011 18:57 Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira