Dagdraumar um sæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rauð fjöður í vængi vonarinnar - geðheilsa ungs fólks Ellen Calmon skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun