Innlent

Dagur segir allt samfélagið hafa lært af Jóni Gnarr

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson faðmast.
Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson faðmast. Vísir/Valli
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, tók við embætti borgarstjóra á fyrsta borgarstjórnarfundi nýs kjörtímabils sem hófst klukkan tvö í dag. Dagur þakkaði Jóni Gnarr, fráfarandi borgarstjóra fyrir góð störf og sagðist hafa lært af honum. Dagur sagði í raun samfélagið allt hafa lært af Jóni. „Ég veit að ég mæli fyrir munn miklu fleiri þegar ég segi að ég hef lært mikið af Jóni.“

Dagur þakkaði eiginkonu Jóns, Jóhönnu Jóhannsdóttur, fyrir lánið á Jóni Gnarr.

Dagur fór í stuttu máli yfir vilja nýja meirihlutans í borgarstjórn; Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Dagur sagðist vilja ná til allra Reykvíkinga.

„Þetta er tímabundin ábyrgð. Ég vil gjarnan geta verið borgarstjóri allra Reykvíkinga.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×