Davíð mögulega laus gegn tryggingargjaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 09:52 „Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið frá dómstólum verður Davíð mögulega látinn laus gegn tryggingagjaldi. Frú Zeynep mun biðla til dómarans að málið verði tekið fyrir eins fljótt og mögulegt er," segir Dr. Selim Sarıibrahimoğlu, ræðismaður Íslands í Ankara, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu rekur Selim atburðarásina frá því Davíð Örn og kona hans mættu til Tyrklands þann 1. mars til dagsins í dag. Í svarinu, sem birt er í heild hér að neðan, kemur fram að aðstoðarkona Selim hafi heimsótt Davíð í fangelsið í Antalya og spurt um líðan hans. „Hún ræddi við Davíð og spurði hvernig honum liði í fangelsinu. Honum líður vel en langar að hringja í konu sína og börn. Hann á ekki við nein heilsufarsvandamál að etja fyrir utan að honum er illt í maganum vegna matarins sem framreiddur er í tyrkneska fangelsinu. Hann segist deila herbergi með tveimur Þjóðverjum og þeir séu honum innan handar," segir Selim. Meðal annars hafi Þjóðverjarnir útvegað honum föt. Selim segir að lögregluyfirvöld hafi gefið grænt ljós að Davíð Örn fengi að hringja í konu sína og börn. Til þess þyrfti hins vegar að staðfesta tengsl Davíðs Arnar við þá sem hann vill hafa samband við. Koma á fé til Davíðs í fangelsið en þó eru sett takmörk á það fé sem fangar mega hafa í fórum sínum. Skriflega svarið í heild sinniDavíð Örn Bjarnason kom til Tyrklands í frí þann 1. mars 2013 í gegnum flugvöllinn í Antalya. Hann kom í ferð skipulagðri af ferðaskrifstofunni Wolf Tourism. Hópurinn skoðaði sögulegar minjar í Pamukkale, Cesme an Antalya og dvaldi á nokkrum hótelum á þessum slóðum. Hópurinn hélt á flugvöllinn í Antalya klukkan 3:30 aðfaranótt 8. mars og var á leið heim frá Tyrklandi. Þegar hann fór í gegnum öryggishliðið sögðu menn er sinntu öryggisgæslu á vellinum að hann hefði fornminjar í fórum sér og tóku hann höndum. Hann keypti steininn á 30 evrur af konu sem hafði slíka steina til sýnis nærri Aspendos. Þegar hann keypti steininn sagði konan að marmarasteinninn teldist til fornminja. Davíð spurði hvort það væri löglegt eður ei að festa kaup á steininum og svaraði hún honum á þann veg að kaupin væru lögleg. Hann treysti henni og keypti steininn. Þá hafði leiðsögumaðurinn ekki varað Davíð við þessum aðstæðum. Eftir að öryggisgæslan á flugvellinum tók Davíð höndum var marmarasteinninn sendur á safn til þess að ganga úr skugga um að um fornmuni væri að ræða. Gefin hefur verið út skýrsla þar sem fullyrt er að um fornminjar sé að ræða. Þvínæst gaf saksóknarinn, Osman Sanal, út handtökuskipun byggða á skýrslunni og sendi til dómara. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og sendur í fangelsi. Mér, ræðismanni Íslands, var tilkynnt um vandamál Davíðs þann 8. mars. Ég setti mig strax í samband við lögreglu og ræddi við Davíð. Þannig áttaði ég mig á stöðu mála. Ég hafði samband við saksóknarann sem gaf út gæsluvarðhaldsúrskurðinn og fékk ég viðeigandi skjöl frá þeim í gegnum bréfsíma skömmu síðar. Ég hafði einnig verið í sambandi við Turan Mecikoglu, vel þekktan viðskiptamann í Antalya, og bað hann um að heimsækja Davíð og fylgjast með stöðunni. Hann sendi lögmann sinn til Davíðs til þess að fá allar möglegar upplýsingar um málið. Þvínæst fór hann á lögreglustöðina og fyrir dómara auk þess að upplýsa okkar stöðugt um gang mála. Þá hef ég tilkynnt Hr. Jóhanni Jóhannssyni, yfirmanni borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, um öll ný tíðindi af máli Davíðs. Ég sendi aðstoðarkonu mína til Antalya á mánudag til þess að ræða við dómara, saksóknara og viðeigandi yfirvöld. Hún ræddi við saksóknara og dómara sem sendi Davíð í fangelsi. Hún hefur safnað gögnum um málið og upplýst okkur. Þá heimsótti hún Davíð í fangelsið samkvæmt leyfi saksóknara. Hún ræddi við Davíð og spurði hvernig honum liði í fangelsinu. Honum líður vel en langar að hringja í konu sína og börn. Hann á ekki við nein heilsufarsvandamál að stríða ef frá er talin magakveisa vegna matarins sem framreiddur er í tyrkenska fangelsinu. Hann segist deila herbergi með tveimur Þjóðverjum og þeir séu honum innan handar. Þeir hafi útvegað honum föt. Aðstoðarkona mín ræddi við lögregluþjóna og bað um að hann fengi að hringja og honum mætti færa peninga. Lögreglumennirnir sögðu henni að til þess þyrfti að staðfesta tengsl Davíðs Arnar við þá sem hann vill hafa samband við. Auk þess ætla ég að senda Frú Zeynep Alemdaroglu, lögfræðing á stofu okkar í Antalya, til Davíðs og til að ræða við yfirvöld. Við munum færa henni fé sem hún getur komið til Davíðs í fangelsinu. Fangelsið leyfir þó aðeins takmarkaða fjárhæð. Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið frá dómstólum verður Davíð mögulega látinn laus gegn tryggingagjaldi. Frú Zeynep mun biðla til dómarans að málið verði tekið fyrir eins fljótt og mögulegt er. Dr. Selim Sarıibrahimoğlu Tengdar fréttir Sagt löglegt að kaupa steininn "Hefði ég vitað að kaupin væru ólögleg hefði ég aldrei keypt steininn. Leiðsögumaðurinn okkar varaði aldrei við við þessu," sagði Davíð Örn Bjarnason við yfirheyrslur síðastliðinn föstudag. Íslendingurinn 28 ára situr í fangelsi í Antalya í Tyrklandi grunaður um fornminjasmygl. 13. mars 2013 09:11 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið frá dómstólum verður Davíð mögulega látinn laus gegn tryggingagjaldi. Frú Zeynep mun biðla til dómarans að málið verði tekið fyrir eins fljótt og mögulegt er," segir Dr. Selim Sarıibrahimoğlu, ræðismaður Íslands í Ankara, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu rekur Selim atburðarásina frá því Davíð Örn og kona hans mættu til Tyrklands þann 1. mars til dagsins í dag. Í svarinu, sem birt er í heild hér að neðan, kemur fram að aðstoðarkona Selim hafi heimsótt Davíð í fangelsið í Antalya og spurt um líðan hans. „Hún ræddi við Davíð og spurði hvernig honum liði í fangelsinu. Honum líður vel en langar að hringja í konu sína og börn. Hann á ekki við nein heilsufarsvandamál að etja fyrir utan að honum er illt í maganum vegna matarins sem framreiddur er í tyrkneska fangelsinu. Hann segist deila herbergi með tveimur Þjóðverjum og þeir séu honum innan handar," segir Selim. Meðal annars hafi Þjóðverjarnir útvegað honum föt. Selim segir að lögregluyfirvöld hafi gefið grænt ljós að Davíð Örn fengi að hringja í konu sína og börn. Til þess þyrfti hins vegar að staðfesta tengsl Davíðs Arnar við þá sem hann vill hafa samband við. Koma á fé til Davíðs í fangelsið en þó eru sett takmörk á það fé sem fangar mega hafa í fórum sínum. Skriflega svarið í heild sinniDavíð Örn Bjarnason kom til Tyrklands í frí þann 1. mars 2013 í gegnum flugvöllinn í Antalya. Hann kom í ferð skipulagðri af ferðaskrifstofunni Wolf Tourism. Hópurinn skoðaði sögulegar minjar í Pamukkale, Cesme an Antalya og dvaldi á nokkrum hótelum á þessum slóðum. Hópurinn hélt á flugvöllinn í Antalya klukkan 3:30 aðfaranótt 8. mars og var á leið heim frá Tyrklandi. Þegar hann fór í gegnum öryggishliðið sögðu menn er sinntu öryggisgæslu á vellinum að hann hefði fornminjar í fórum sér og tóku hann höndum. Hann keypti steininn á 30 evrur af konu sem hafði slíka steina til sýnis nærri Aspendos. Þegar hann keypti steininn sagði konan að marmarasteinninn teldist til fornminja. Davíð spurði hvort það væri löglegt eður ei að festa kaup á steininum og svaraði hún honum á þann veg að kaupin væru lögleg. Hann treysti henni og keypti steininn. Þá hafði leiðsögumaðurinn ekki varað Davíð við þessum aðstæðum. Eftir að öryggisgæslan á flugvellinum tók Davíð höndum var marmarasteinninn sendur á safn til þess að ganga úr skugga um að um fornmuni væri að ræða. Gefin hefur verið út skýrsla þar sem fullyrt er að um fornminjar sé að ræða. Þvínæst gaf saksóknarinn, Osman Sanal, út handtökuskipun byggða á skýrslunni og sendi til dómara. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og sendur í fangelsi. Mér, ræðismanni Íslands, var tilkynnt um vandamál Davíðs þann 8. mars. Ég setti mig strax í samband við lögreglu og ræddi við Davíð. Þannig áttaði ég mig á stöðu mála. Ég hafði samband við saksóknarann sem gaf út gæsluvarðhaldsúrskurðinn og fékk ég viðeigandi skjöl frá þeim í gegnum bréfsíma skömmu síðar. Ég hafði einnig verið í sambandi við Turan Mecikoglu, vel þekktan viðskiptamann í Antalya, og bað hann um að heimsækja Davíð og fylgjast með stöðunni. Hann sendi lögmann sinn til Davíðs til þess að fá allar möglegar upplýsingar um málið. Þvínæst fór hann á lögreglustöðina og fyrir dómara auk þess að upplýsa okkar stöðugt um gang mála. Þá hef ég tilkynnt Hr. Jóhanni Jóhannssyni, yfirmanni borgaraþjónustu hjá utanríkisráðuneytinu, um öll ný tíðindi af máli Davíðs. Ég sendi aðstoðarkonu mína til Antalya á mánudag til þess að ræða við dómara, saksóknara og viðeigandi yfirvöld. Hún ræddi við saksóknara og dómara sem sendi Davíð í fangelsi. Hún hefur safnað gögnum um málið og upplýst okkur. Þá heimsótti hún Davíð í fangelsið samkvæmt leyfi saksóknara. Hún ræddi við Davíð og spurði hvernig honum liði í fangelsinu. Honum líður vel en langar að hringja í konu sína og börn. Hann á ekki við nein heilsufarsvandamál að stríða ef frá er talin magakveisa vegna matarins sem framreiddur er í tyrkenska fangelsinu. Hann segist deila herbergi með tveimur Þjóðverjum og þeir séu honum innan handar. Þeir hafi útvegað honum föt. Aðstoðarkona mín ræddi við lögregluþjóna og bað um að hann fengi að hringja og honum mætti færa peninga. Lögreglumennirnir sögðu henni að til þess þyrfti að staðfesta tengsl Davíðs Arnar við þá sem hann vill hafa samband við. Auk þess ætla ég að senda Frú Zeynep Alemdaroglu, lögfræðing á stofu okkar í Antalya, til Davíðs og til að ræða við yfirvöld. Við munum færa henni fé sem hún getur komið til Davíðs í fangelsinu. Fangelsið leyfir þó aðeins takmarkaða fjárhæð. Samkvæmt upplýsingum sem við höfum fengið frá dómstólum verður Davíð mögulega látinn laus gegn tryggingagjaldi. Frú Zeynep mun biðla til dómarans að málið verði tekið fyrir eins fljótt og mögulegt er. Dr. Selim Sarıibrahimoğlu
Tengdar fréttir Sagt löglegt að kaupa steininn "Hefði ég vitað að kaupin væru ólögleg hefði ég aldrei keypt steininn. Leiðsögumaðurinn okkar varaði aldrei við við þessu," sagði Davíð Örn Bjarnason við yfirheyrslur síðastliðinn föstudag. Íslendingurinn 28 ára situr í fangelsi í Antalya í Tyrklandi grunaður um fornminjasmygl. 13. mars 2013 09:11 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sagt löglegt að kaupa steininn "Hefði ég vitað að kaupin væru ólögleg hefði ég aldrei keypt steininn. Leiðsögumaðurinn okkar varaði aldrei við við þessu," sagði Davíð Örn Bjarnason við yfirheyrslur síðastliðinn föstudag. Íslendingurinn 28 ára situr í fangelsi í Antalya í Tyrklandi grunaður um fornminjasmygl. 13. mars 2013 09:11