Innlent

Deilt um ábyrgð í málum Fernöndu

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Daníel
Ekki er enn byrjað að dæla olíu og menguðum sjó úr flakinu af flutningaskipinu Fernöndu sem liggur við bryggju á Grundartanga og getur því enn stafað mengunarhætta af því. Hagsmunaaðilar þvers og kruss um heiminn deila um hver beri endanlega ábyrgð á að fjarlægja mengandi efni úr skipinu og rífa það.

Í fyrsta lagi munu sérfræðingar þurfa að meta skipið, sem endanlega ónýtt,  og er sú vinna hafin. Fyrirtækið sem á skipið er skráð í Lettlandi og segist ekki bera ábyrgð á olíunni um borð, sem sé í eigu olíufélagsins Dan Bunker í Marokkó.

Skipið er skráð í Dóminíska lýðveldinu en þar á bæ segja menn að málið sé á ábyrgð tryggingafélags skipsins. Það félag heitir Carinó, skráð í london, en svonefnt hliðar tryggingafélag er rússneskt og hluti trygginganna er svo  í einhverskonar vafningstryggingu hjá Lloyds.

Í fyrrinótt óttuðust menn að mengunarslys gæti orðið í Grundartangahöfn. Fernanda var rét slitnuð frá bryggju í miklu óveðri og slóst hvað eftir annað við bryggjuna af miklu afli, en skrokkur skipsins er að líkindum veikari en ella eftir gríðarlegan hita, sem varð í eldsvoðanum þar um borð í síðustu viku og frekri óveður eru í kortunum.

En þrátt fyrir megnunarhættuna er málið Umhverfisstofnun óviðkomandi þar sem skipið er í höfn, og þar með á ábyrgð viðkomandi hafnaryfirvalda, eða Faxaflóahafna í þessu tilviki. Þar á bæ fengust þær upplýsingar í morgun að skipið væri nú vel vaktað og unnið væri að því að finna endanlega út hver ætti hvað og hver væri hvurs í þessu máli. Að þeirri niðurstöðu fenginni væri loks hægt að hefja olíudælingu úr skipinu og semja um niðurrif þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×