Deilt um ábyrgð í málum Fernöndu Gissur Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2013 12:10 Mynd/Daníel Ekki er enn byrjað að dæla olíu og menguðum sjó úr flakinu af flutningaskipinu Fernöndu sem liggur við bryggju á Grundartanga og getur því enn stafað mengunarhætta af því. Hagsmunaaðilar þvers og kruss um heiminn deila um hver beri endanlega ábyrgð á að fjarlægja mengandi efni úr skipinu og rífa það. Í fyrsta lagi munu sérfræðingar þurfa að meta skipið, sem endanlega ónýtt, og er sú vinna hafin. Fyrirtækið sem á skipið er skráð í Lettlandi og segist ekki bera ábyrgð á olíunni um borð, sem sé í eigu olíufélagsins Dan Bunker í Marokkó. Skipið er skráð í Dóminíska lýðveldinu en þar á bæ segja menn að málið sé á ábyrgð tryggingafélags skipsins. Það félag heitir Carinó, skráð í london, en svonefnt hliðar tryggingafélag er rússneskt og hluti trygginganna er svo í einhverskonar vafningstryggingu hjá Lloyds. Í fyrrinótt óttuðust menn að mengunarslys gæti orðið í Grundartangahöfn. Fernanda var rét slitnuð frá bryggju í miklu óveðri og slóst hvað eftir annað við bryggjuna af miklu afli, en skrokkur skipsins er að líkindum veikari en ella eftir gríðarlegan hita, sem varð í eldsvoðanum þar um borð í síðustu viku og frekri óveður eru í kortunum. En þrátt fyrir megnunarhættuna er málið Umhverfisstofnun óviðkomandi þar sem skipið er í höfn, og þar með á ábyrgð viðkomandi hafnaryfirvalda, eða Faxaflóahafna í þessu tilviki. Þar á bæ fengust þær upplýsingar í morgun að skipið væri nú vel vaktað og unnið væri að því að finna endanlega út hver ætti hvað og hver væri hvurs í þessu máli. Að þeirri niðurstöðu fenginni væri loks hægt að hefja olíudælingu úr skipinu og semja um niðurrif þess. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Ekki er enn byrjað að dæla olíu og menguðum sjó úr flakinu af flutningaskipinu Fernöndu sem liggur við bryggju á Grundartanga og getur því enn stafað mengunarhætta af því. Hagsmunaaðilar þvers og kruss um heiminn deila um hver beri endanlega ábyrgð á að fjarlægja mengandi efni úr skipinu og rífa það. Í fyrsta lagi munu sérfræðingar þurfa að meta skipið, sem endanlega ónýtt, og er sú vinna hafin. Fyrirtækið sem á skipið er skráð í Lettlandi og segist ekki bera ábyrgð á olíunni um borð, sem sé í eigu olíufélagsins Dan Bunker í Marokkó. Skipið er skráð í Dóminíska lýðveldinu en þar á bæ segja menn að málið sé á ábyrgð tryggingafélags skipsins. Það félag heitir Carinó, skráð í london, en svonefnt hliðar tryggingafélag er rússneskt og hluti trygginganna er svo í einhverskonar vafningstryggingu hjá Lloyds. Í fyrrinótt óttuðust menn að mengunarslys gæti orðið í Grundartangahöfn. Fernanda var rét slitnuð frá bryggju í miklu óveðri og slóst hvað eftir annað við bryggjuna af miklu afli, en skrokkur skipsins er að líkindum veikari en ella eftir gríðarlegan hita, sem varð í eldsvoðanum þar um borð í síðustu viku og frekri óveður eru í kortunum. En þrátt fyrir megnunarhættuna er málið Umhverfisstofnun óviðkomandi þar sem skipið er í höfn, og þar með á ábyrgð viðkomandi hafnaryfirvalda, eða Faxaflóahafna í þessu tilviki. Þar á bæ fengust þær upplýsingar í morgun að skipið væri nú vel vaktað og unnið væri að því að finna endanlega út hver ætti hvað og hver væri hvurs í þessu máli. Að þeirri niðurstöðu fenginni væri loks hægt að hefja olíudælingu úr skipinu og semja um niðurrif þess.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira