Innlent

Deilt um umsóknarferlið að ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon er formaður VG og oddviti flokksins í ríkisstjórn. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur J. Sigfússon er formaður VG og oddviti flokksins í ríkisstjórn. Mynd/ Vilhelm.
Málefnaþingi Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs um utanríkismál lauk síðdegis í dag. Þar var tekist á um stefnu flokksins varðandi umsókn Íslands að Evrópusambandinu og hvernig umsóknarferlið hefði þróast.

Um 100 félagsmenn skoruðu í gær á forystu flokksins að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Hins vegar fékkst engin efnisleg niðurstaða á fundinum enda var málefnaþingið ekki vettvangur til ályktana.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×