Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. mars 2016 07:00 Die Antwoord er þekkt fyrir djarfa og litríka sviðsframkomu og þá eru myndbönd sveitarinnar einkar áhugaverð og litskrúðug en mörg þeirra eru með tugi milljóna áhorfa á Youtube. mynd/getty Alls hefur 41 nýtt nafn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 16.-19. júní næstkomandi á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Á meðal þeirra sem bæst hafa í hópinn er suður-afríska rapptvíeykið Die Antwoord, bandaríski rappdúettinn M.O.P, franski tónlistarmaðurinn St Germain og bandaríska rapptríóið Flatbush Zombies, svo nokkur nöfn séu nefnd. Þá kemur íslenska rappsveitin XXX Rottweiler hundar saman á hátíðinni í ár og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon ætlar að leiða djassbræðingssveitina sína Jack Magnet kvintett á hátíðinni. Að öðrum ólöstuðum er Die Antwoord líklega þekktasta nafnið í nýju tilkynningunni frá Secret Solstice. Það eru þau Ninja, Yolandi Visser og DJ Hi-Tek sem mynda sveitina sem stofnuð var í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 2008. Sveitin er þekkt fyrir djarfa og litríka sviðsframkomu og þá eru myndbönd sveitarinnar einkar áhugaverð og litskrúðug en mörg þeirra eru með tugi milljóna áhorfa á Youtube. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu, $O$ árið 2009 og fékk um leið mikla athygli og þá sérstaklega fyrir myndböndin sín en Die Antwoord hefur síðan gefið út plöturnar Ten$Ion árið 2012 og Donker Mag árið 2014.Þekktasta lag M.O.P. er án efa lagið Ante Up sem kom út á plötunni Warriorz árið 2000.mynd/gettyÞað má segja að bandarískt hip hop sé í eldlínunni í nýju tilkynningunni en rappdúettinn M.O.P. sem er á leiðinni í Laugardalinn hefur átt farsælan feril og gefið út fjölda platna. Þekktasta lag M.O.P. er án efa lagið Ante Up sem kom út á plötunni Warriorz árið 2000. Billy Danze og Lil' Fame sem mynda M.O.P. gáfu síðast út EP plötuna Street Certified árið 2014 og nutu þar meðal annars liðsinnis rappara á borð við Mobb Deep and Busta Rhymes. Aðstandendur Secret Solstice, sem bættu við heilum aukadegi fyrir skömmu, leggja mikið upp úr fjölbreytni á hátíðinni og ætla sér að bjóða hátíðargestum upp á sem flestar tegundir tónlistar á hátíðinni. „Við erum hvergi nærri hætt og munum bæta við fleiri nöfnum þegar nær drengur og halda í hefð hátíðarinnar í tengslum við leynigest eða "secret act". Það er gríðarlega gaman að koma tónleikagestum á óvart eins og við gerðum á síðasta ári með Busta Rhymes,” segir Ósk Gunnarsdóttir kynningarfulltrúi Secret Solstice.Bandaríska rapptríóið Flatbush Zombies er á leiðinni til landsins.mynd/gettyAðstandendur hátíðarinnar vinna ekki eingöngu hörðum höndum að því að smíða góða tónleikadagskrá. „Við erum með teymi eingöngu í svokallaðari hliðardagsrkrá sem eru viðburðir í kringum hátíðina en þar ber hæst að nefna Into The Glacier, sem er eina partýið innan í jökli í heiminum. Við verðum ekki bara með eina tónleika þar eins og í fyrra heldur 3 dagar og getur fólk valið á milli þess að að njóta raftónlistar og svo órafmagnaðra tónleika,“ segir Ósk. Þá verður einnig svokallað Midnight Sun Boat Party þar sem farið verður frá hátíðarsvæði Secret Solstice að Reykjavíkurhöfn þar sem siglt verður frá Reykjavík út á Norður-Atlantshafið á slaginu 12 á miðnætti í átt að sjóndeildarhringnum. Fram koma heimsklassaplötusnúðar sem halda partyínu gangandi langt framundir morgun. Einnig fer fram sundlaugapartý í Secret lagoon, í Gömlu Lauginni við Flúðir sem er meira en 120 ára gömul og elsta sundlaug á Íslandi. Fyrir var búið að boða komu hljómsveita á borð við Radiohead, Deftones og Of Monsters And Men á hátíðina.Þau nöfn sem bæst hafa við: Die Antwoord [ZA]Flatbush Zombies [US]Art Department [CA]St Germain [FR]General Levy [UK]Slow Magic [US]M.O.P [US]Hjaltalín [IS]Infinity Ink [UK]Stacey Pullen [US]Troyboi [UK]Section Boyz [UK]Paranoid London [UK]Gísli Pálmi [IS]Novelist [UK]XXX Rottweiler [IS]Robert Owens [US]Maher Daniel [CA]Glacier Mafia [IS]Ocean Wisdom [UK]Reykjavíkurdætur [IS]Jack Magnet [IS]Nitin [CA]Problem Child [UK]Big Swing Soundsystem [UK]Lord Pusswhip & Svarti Laxness [IS]Wølffe [UK]KSF [IS]Tanya & Marlon [IS]Alexander Jarl [IS]Fox Train Safari [IS]Kristian Kjøller [DK]Tusk [IS]Geimfarar [IS]Marteinn [IS]ILO [IS]Sonur Sæll [IS]Brother Big [IS]Rob Shields [UK]Balcony Boyz [IS]Will Mills [UK] Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Alls hefur 41 nýtt nafn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 16.-19. júní næstkomandi á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Á meðal þeirra sem bæst hafa í hópinn er suður-afríska rapptvíeykið Die Antwoord, bandaríski rappdúettinn M.O.P, franski tónlistarmaðurinn St Germain og bandaríska rapptríóið Flatbush Zombies, svo nokkur nöfn séu nefnd. Þá kemur íslenska rappsveitin XXX Rottweiler hundar saman á hátíðinni í ár og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon ætlar að leiða djassbræðingssveitina sína Jack Magnet kvintett á hátíðinni. Að öðrum ólöstuðum er Die Antwoord líklega þekktasta nafnið í nýju tilkynningunni frá Secret Solstice. Það eru þau Ninja, Yolandi Visser og DJ Hi-Tek sem mynda sveitina sem stofnuð var í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 2008. Sveitin er þekkt fyrir djarfa og litríka sviðsframkomu og þá eru myndbönd sveitarinnar einkar áhugaverð og litskrúðug en mörg þeirra eru með tugi milljóna áhorfa á Youtube. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu, $O$ árið 2009 og fékk um leið mikla athygli og þá sérstaklega fyrir myndböndin sín en Die Antwoord hefur síðan gefið út plöturnar Ten$Ion árið 2012 og Donker Mag árið 2014.Þekktasta lag M.O.P. er án efa lagið Ante Up sem kom út á plötunni Warriorz árið 2000.mynd/gettyÞað má segja að bandarískt hip hop sé í eldlínunni í nýju tilkynningunni en rappdúettinn M.O.P. sem er á leiðinni í Laugardalinn hefur átt farsælan feril og gefið út fjölda platna. Þekktasta lag M.O.P. er án efa lagið Ante Up sem kom út á plötunni Warriorz árið 2000. Billy Danze og Lil' Fame sem mynda M.O.P. gáfu síðast út EP plötuna Street Certified árið 2014 og nutu þar meðal annars liðsinnis rappara á borð við Mobb Deep and Busta Rhymes. Aðstandendur Secret Solstice, sem bættu við heilum aukadegi fyrir skömmu, leggja mikið upp úr fjölbreytni á hátíðinni og ætla sér að bjóða hátíðargestum upp á sem flestar tegundir tónlistar á hátíðinni. „Við erum hvergi nærri hætt og munum bæta við fleiri nöfnum þegar nær drengur og halda í hefð hátíðarinnar í tengslum við leynigest eða "secret act". Það er gríðarlega gaman að koma tónleikagestum á óvart eins og við gerðum á síðasta ári með Busta Rhymes,” segir Ósk Gunnarsdóttir kynningarfulltrúi Secret Solstice.Bandaríska rapptríóið Flatbush Zombies er á leiðinni til landsins.mynd/gettyAðstandendur hátíðarinnar vinna ekki eingöngu hörðum höndum að því að smíða góða tónleikadagskrá. „Við erum með teymi eingöngu í svokallaðari hliðardagsrkrá sem eru viðburðir í kringum hátíðina en þar ber hæst að nefna Into The Glacier, sem er eina partýið innan í jökli í heiminum. Við verðum ekki bara með eina tónleika þar eins og í fyrra heldur 3 dagar og getur fólk valið á milli þess að að njóta raftónlistar og svo órafmagnaðra tónleika,“ segir Ósk. Þá verður einnig svokallað Midnight Sun Boat Party þar sem farið verður frá hátíðarsvæði Secret Solstice að Reykjavíkurhöfn þar sem siglt verður frá Reykjavík út á Norður-Atlantshafið á slaginu 12 á miðnætti í átt að sjóndeildarhringnum. Fram koma heimsklassaplötusnúðar sem halda partyínu gangandi langt framundir morgun. Einnig fer fram sundlaugapartý í Secret lagoon, í Gömlu Lauginni við Flúðir sem er meira en 120 ára gömul og elsta sundlaug á Íslandi. Fyrir var búið að boða komu hljómsveita á borð við Radiohead, Deftones og Of Monsters And Men á hátíðina.Þau nöfn sem bæst hafa við: Die Antwoord [ZA]Flatbush Zombies [US]Art Department [CA]St Germain [FR]General Levy [UK]Slow Magic [US]M.O.P [US]Hjaltalín [IS]Infinity Ink [UK]Stacey Pullen [US]Troyboi [UK]Section Boyz [UK]Paranoid London [UK]Gísli Pálmi [IS]Novelist [UK]XXX Rottweiler [IS]Robert Owens [US]Maher Daniel [CA]Glacier Mafia [IS]Ocean Wisdom [UK]Reykjavíkurdætur [IS]Jack Magnet [IS]Nitin [CA]Problem Child [UK]Big Swing Soundsystem [UK]Lord Pusswhip & Svarti Laxness [IS]Wølffe [UK]KSF [IS]Tanya & Marlon [IS]Alexander Jarl [IS]Fox Train Safari [IS]Kristian Kjøller [DK]Tusk [IS]Geimfarar [IS]Marteinn [IS]ILO [IS]Sonur Sæll [IS]Brother Big [IS]Rob Shields [UK]Balcony Boyz [IS]Will Mills [UK]
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira