Innlent

Sprengjur gætu drepið síldina - aðferðin er bönnuð í Noregi

Gissur Sigurðsson skrifar
Síldin í Kolgrafarfirði í fyrra.
Síldin í Kolgrafarfirði í fyrra. Mynd/Vilhelm
Fyrirhugaðar sprengingar í Kolgrafafirði í dag, til þess að reyna að stugga síldinni út úr firðinum, gætu dregið alla síldina til dauða á einum til tveimur sólarhringum, þótt hún flæmist út úr firðinum, samkvæmt skýrslu, sem háskólinn í Tromsö í Noregi vann fyrir norsku Hafrannsóknastofnunina árið 1989.

Í kjölfarið var lagt blátt bann við því að nota sprengjur til að hafa áhrif á hegðun síldarinnar þar í landi. Í skýrslunni kemur fram að ef síldin verður fyrir höggbylgjum af völdum sprenginga, hefst innvortis blæðing, sem dregur hana til dauða, jafnvel víðs fjarri þeim stað þar sem sprengingarnar voru.

Embætti ríkislögreglustjóra, sem hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sendi frá sér tilkynningu seint í gærkvöldi, þar sem áréttað er að ákvörðun um sprengingarnar, sé ekki frá embættinu komin, en að þáttur almannavarnadeildar embættisins sé einungis að sjá um að aðgerðir fari vel fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×