Innlent

Dómsgerðirnar sendar til Ríkissaksóknara

Mennirnir, Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson, voru dæmdir í 20 mánaða og tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrir aðild sína að ráni og árás á úrsmið á Seltjarnarnesi í maí á síðasta ári.
Mennirnir, Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson, voru dæmdir í 20 mánaða og tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrir aðild sína að ráni og árás á úrsmið á Seltjarnarnesi í maí á síðasta ári. Mynd/Arnþór Birkisson
Dómsgerðir í máli tveggja ofbeldismanna voru sendar Ríkissaksóknara á miðvikudagsmorgun. Tafir hafa orðið þess valdandi að mál þeirra hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna annars ofbeldisbrots.

Mennirnir, Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson, voru dæmdir í 20 mánaða og tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrir aðild sína að ráni og árás á úrsmið á Seltjarnarnesi í maí á síðasta ári.

Málið vakti mikinn óhug en þeir áfrýjuðu báðir til Hæstaréttar eftir að hafa verið dæmdir í lok nóvember. En þrátt fyrir að nú sé rúmt hálft ár liðið frá áfrýjun hefur málið ekki enn verið tekið fyrir í Hæstarétti. Ástæðan er sú að svokallaðar dómsgerðir hafa ekki borist frá Héraðsdómi til Ríkissaksóknara og því hefur málið ekki komist á dagskrá. Mennirnir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón og dóttur þeirra í Reykjanesbæ í byrjun maí.

Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómi voru ástæður seinagangsins annir hjá dómstólnum. En umræddar dómsgerðir voru sendar Ríkissaksóknara á miðvikudagsmorgun, og því ætti að vera hægt að taka málið fyrir í Hæstarétti á næstunni.


Tengdar fréttir

Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm

Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi.

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað bréfum dómstólaráðs

Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×