Fótbolti

Dóra María fékk góðar móttökur við komuna til Brasilíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórunn Helga og Dóra María ásamt forsvarsmanni kvennaknattspyrnu í Brasilíu.
Þórunn Helga og Dóra María ásamt forsvarsmanni kvennaknattspyrnu í Brasilíu. Mynd / vitoriadastabocas.com.br
Vel var tekið á móti Dóru Maríu Lárusdóttur, landsliðskona í knattspyrnu, við komuna til Brasilíu á föstudagskvöld. Forráðamenn Vitora hafa verið duglegir að kynna Dóru Maríu fyrir brasilískri menningu ef marka má myndasyrpu á vef félagsins.

Hjá Vitora hittir Dóra María fyrir landsliðskonuna Þórunni Helgu Jónsdóttur. Þórunn hefur leikið knattspyrnu við góðan orðstír í Brasilíu um árabil og var túlkur Dóru Maríu í þeim viðtölum sem landsliðskonan gaf brasilískum fjölmiðlum.

„Þórunn hefur gefið mér góðar upplýsingar um Vitoria-liðið. Stuðningsmennirnir eru ástríðufullir og liðið er gott. Það verður mikill heiður að spila við hlið brasilískra landsliðskvenna," sagði Dóra María í viðtali við heimasíðu félagsins.

Farið er fögrum orðum um Dóru Maríu á heimasíðu Vitoria og greinilegt að félagið reiknar með miklu af henni. Talað er um hana sem stærsta fenginn í brasilíska boltanum á þessari leiktíð.



Hér má sjá myndasyrpu frá komu Dóru Maríu á heimasíðu Vitoria.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×