Dorrit með ADHD og lesblindu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2012 12:45 Dorrit Moussief er í viðtali við Verzlunarskólablaðið. mynd/ getty. Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og ADHD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt og einlægt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. „Ég var sett í skóla þegar ég var sex ára gömul. Kennarinn hringdi í föður minn og sagði honum að dóttir hans væri heimsk. Ekki væri nóg með að hún fylgdist ekki með sjálf heldur truflaði hún líka hina nemendurna. Ég er með alvarlega lesblindu og nýlega komst ég að því að ég er með ADHD í ofanálag. Á þeim tíma hélt ég að ég væri bara þannig einstaklingur. Faðir minn tók mig úr skólanum og ég byrjaði að vinna ung í versluninni hans í Ísrael. En ég hef enga formlega menntun," segir Dorrit í viðtalinu. Þegar Dorrit er spurð að því hvaða breytingar hún vilji sjá á íslensku samfélagi næstu árin segist hún vilja sjá að fólk á Íslandi, þá sérstaklega börnin, minnki sykurneyslu um 90% hið minnsta. „Þegar ég kom fyrst til Íslands sá ég varla of feitt barn. það hefur breyst. Íslensk börn ættu að draga úr sykurneyslu: henni fylgir gríðarlegur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið og þá fjármuni mætti sannarlega nýta betur. Ég skil ekki hvers vegna íslensk ungmenni drekka þetta óheyrilega magn af gosdrykkjum þegar við eigum kost á besta vatni í heimi. Ég ætla að reyna að breyta þessu, tala við eins marga skóla og ég get. Ég veit að krakkarnir verða ekki kátir en þetta er þeim fyrir bestu," segir Dorrit. Hún vilji líka draga úr glæpum á landinu. Það sem skipti þó mestu máli sé heilsan. Á vefsíðu ADHD samtakanna segir að athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, sé taugaþroskaröskun sem geti haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni sé algerlega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir “Attention Deficit Hyperactivity Disorder” eða athyglisbrest og ofvirkni. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Dorrit Moussieff forsetafrú er með lesblindu og ADHD. Frá þessu greinir hún í samtali við Verzlunarskólablaðið. Ítarlegt og einlægt viðtal er við Dorrit í blaðinu. Þar er hún meðal annars spurð að því hvort hún hafi gengið í skóla sem barn. „Ég var sett í skóla þegar ég var sex ára gömul. Kennarinn hringdi í föður minn og sagði honum að dóttir hans væri heimsk. Ekki væri nóg með að hún fylgdist ekki með sjálf heldur truflaði hún líka hina nemendurna. Ég er með alvarlega lesblindu og nýlega komst ég að því að ég er með ADHD í ofanálag. Á þeim tíma hélt ég að ég væri bara þannig einstaklingur. Faðir minn tók mig úr skólanum og ég byrjaði að vinna ung í versluninni hans í Ísrael. En ég hef enga formlega menntun," segir Dorrit í viðtalinu. Þegar Dorrit er spurð að því hvaða breytingar hún vilji sjá á íslensku samfélagi næstu árin segist hún vilja sjá að fólk á Íslandi, þá sérstaklega börnin, minnki sykurneyslu um 90% hið minnsta. „Þegar ég kom fyrst til Íslands sá ég varla of feitt barn. það hefur breyst. Íslensk börn ættu að draga úr sykurneyslu: henni fylgir gríðarlegur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið og þá fjármuni mætti sannarlega nýta betur. Ég skil ekki hvers vegna íslensk ungmenni drekka þetta óheyrilega magn af gosdrykkjum þegar við eigum kost á besta vatni í heimi. Ég ætla að reyna að breyta þessu, tala við eins marga skóla og ég get. Ég veit að krakkarnir verða ekki kátir en þetta er þeim fyrir bestu," segir Dorrit. Hún vilji líka draga úr glæpum á landinu. Það sem skipti þó mestu máli sé heilsan. Á vefsíðu ADHD samtakanna segir að athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, sé taugaþroskaröskun sem geti haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni sé algerlega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir “Attention Deficit Hyperactivity Disorder” eða athyglisbrest og ofvirkni.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira