Dóttir Jóns hannar töskur Sara skrifar 1. júní 2013 07:00 Hedi Jónsdóttir hefur búið víða. Nú býr hún í London þar sem hún hannar töskur úr fiskroði. Myndir/www.watchlooksee.com „Ég nota íslenskt fiskroð mikið í hönnun minni. Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægilegt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja,“ segir Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London. Hún hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem búningahönnuður þar í landi að náminu loknu. Því næst flutti hún til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal annars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona. Eftir nokkur ár á Spáni ákvað hún að flytja aftur til Vínar og nema menningarstjórnun. „Ég er hálfgerður sígauni í mér,“ segir Hedi og hlær. Hönnun sína selur Hedi í gegnum vefsíðu sína Daughterofjon.com, en síðan fór í loftið fyrir rúmri viku síðan. Að hennar sögn hafa móttökurnar verið vonum framar. „Sumar týpurnar eru uppseldar, þannig að ég get ekki kvartað.“ Þegar hún er að lokum spurð út í nafnið á merkinu segist Hedi hafa valið nafn sem væri í senn persónulegt og lýsandi fyrir hana. „Margir hafa spurt hvaðan nafnið kemur og þegar ég segist vera íslensk þá fatta flestir nafngiftina,“ segir hún að lokum.Heimasíða Heidi. Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég nota íslenskt fiskroð mikið í hönnun minni. Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægilegt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja,“ segir Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London. Hún hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem búningahönnuður þar í landi að náminu loknu. Því næst flutti hún til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal annars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona. Eftir nokkur ár á Spáni ákvað hún að flytja aftur til Vínar og nema menningarstjórnun. „Ég er hálfgerður sígauni í mér,“ segir Hedi og hlær. Hönnun sína selur Hedi í gegnum vefsíðu sína Daughterofjon.com, en síðan fór í loftið fyrir rúmri viku síðan. Að hennar sögn hafa móttökurnar verið vonum framar. „Sumar týpurnar eru uppseldar, þannig að ég get ekki kvartað.“ Þegar hún er að lokum spurð út í nafnið á merkinu segist Hedi hafa valið nafn sem væri í senn persónulegt og lýsandi fyrir hana. „Margir hafa spurt hvaðan nafnið kemur og þegar ég segist vera íslensk þá fatta flestir nafngiftina,“ segir hún að lokum.Heimasíða Heidi.
Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira