Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa 19. maí 2012 11:00 Óánægð Tinna og Marinó geta ekki sótt um barn vegna þess að þau komast ekki á nauðsynlegt námskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Mynd/finnbogi Marinósson „Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
„Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira