Erlent

Drukknir á flandri með kjarnorkuvopn

Óli Tynes skrifar
Úps.
Úps.

Opinberir starfsmenn sem sjá um flutninga á kjarnorkuvopnum innan Bandaríkjanna komu á tveggja ára tímabili sextán sinnum við sögu lögreglunnar vegna áfengisneyslu að sögn orkumálaráðuneytis landsins. Starfsmennirnir tilheyra stofnun sem heitir Office of Secure Transportation (OST). Það má þýða sem stofnun öryggisflutninga. Auk þess að þurfa að vera yfirburða bílstjórar eru starfsmenn OST sérþjálfaðir í að verja farm sinn fyrir árásum og skemmdarverkum.

Starfsmennirnir eru um 600 talsins. Ekki er óalgengt að leiðangrar með kjarnorkuvopn taki nokkra daga og starfsmennirnir gista þá á hótelum. Þá virðast einhverjir þeirra stundum fá sér í glas. Talsmaður OST segir að þeir taki þetta vissulega alvarlega. Hann bendir þó á að aldrei hafi neinn starfsmaður verið tekinn ölvaður við akstur. Og þeir hafi flutt kjarnorkuvopn samtals yfir 160 milljónir kílómetra án banaslysa eða geislavirks leka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×