Duwayne Kerr: Kynntist góðu íslensku fólki í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2016 14:30 Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira