Innlent

Dýralæknar fylgjast með lambadauða

Ráðunautar og dýralæknar munu heimsækja alla bæi á svæðinu og gera úttekt á ástandinu.
Ráðunautar og dýralæknar munu heimsækja alla bæi á svæðinu og gera úttekt á ástandinu. Mynd/GVA

Farið er að bera á lambadauða í fjárhúsum á öskufallssvæðunum og fylgjast dýralæknar grannt með framvindu mála. Ekkert bendir til að flúoreitrun sé ástæða lambadauðans, heldur sé miklum og vaxandi þrengslum í fjárhúsum um að kenna, því ekki er hægt að hleypa ám og lömbum út úr húsunum, eins og venja er.

Ráðunautar og dýralæknar munu heimsækja alla bæi á svæðinu og gera úttekt á ástandinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×