Edda Björgvins útskrifuð sem flugfreyja 1. apríl 2010 05:00 Edda Björgvinsdóttir er fyrir miðju í fríðum hópi flugliða og kennara. Hún mun fljúga með flugvélum Iceland Express til 25 áfangastaða í sumar. Fréttablaðið/Anton „Ég sem gamall hippi hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að verða flugfreyja. Maður fussaði nánast og sveiaði yfir vinkonum sínum sem fóru í þetta á sínum tíma og fannst þetta jafnast á við að taka þátt í fegurðarsamkeppni,“ segir Edda Björgvinsdóttir. Sem verður að éta stóru orðin því hún útskrifaðist sem flugfreyja hjá Iceland Express í gær ásamt 38 öðrum flugliðum. Edda er þegar komin með vinnu og mun fljúga til 25 áfangastaða í sumar með flugfélaginu. Edda hefur reyndar kennt framsögu í flugliðaskóla Iceland Express en þegar hún sat eitt sinn og barmaði sér yfir verkefnaleysi sumarsins stakk ein vinkona hennar hjá flugfélaginu upp á því að hún skyldi bara skella sér í skólann sjálf. Námið kom henni hins vegar á óvart. „Ef mér hefði verið sagt hversu mikil vinna lægi þarna að baki þá hefði ég aldrei farið, ég hefði bara hlegið mig máttlausa. Að læra einhverjar fimm hundruð blaðsíður utan að og fara í tvö próf á dag? Nei, held barasta ekki,“ útskýrir Edda og hlær en hún sér svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun sinni. „Nei, það hefur líka alltaf verið tilhneiging hjá mér að gera hlutina í öfugri röð og þetta er bara hluti af því mynstri.“ Og þessa ástsæla leikkona segir að flugfreyjubúningurinn sjálfur fari sér bara ljómandi vel og hún telur að þetta sé eitthvað sem konur á besta aldri geti nýtt sér. „Já, mér finnst þetta falleg og mikilvæg skilaboð til kvenna sem eru komnar yfir 27 ára aldurinn. Allavega get ég ekki beðið eftir því að byrja og nú er ég komin með fasta sumarvinnu næstu 25 árin.“- fgg Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
„Ég sem gamall hippi hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að verða flugfreyja. Maður fussaði nánast og sveiaði yfir vinkonum sínum sem fóru í þetta á sínum tíma og fannst þetta jafnast á við að taka þátt í fegurðarsamkeppni,“ segir Edda Björgvinsdóttir. Sem verður að éta stóru orðin því hún útskrifaðist sem flugfreyja hjá Iceland Express í gær ásamt 38 öðrum flugliðum. Edda er þegar komin með vinnu og mun fljúga til 25 áfangastaða í sumar með flugfélaginu. Edda hefur reyndar kennt framsögu í flugliðaskóla Iceland Express en þegar hún sat eitt sinn og barmaði sér yfir verkefnaleysi sumarsins stakk ein vinkona hennar hjá flugfélaginu upp á því að hún skyldi bara skella sér í skólann sjálf. Námið kom henni hins vegar á óvart. „Ef mér hefði verið sagt hversu mikil vinna lægi þarna að baki þá hefði ég aldrei farið, ég hefði bara hlegið mig máttlausa. Að læra einhverjar fimm hundruð blaðsíður utan að og fara í tvö próf á dag? Nei, held barasta ekki,“ útskýrir Edda og hlær en hún sér svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun sinni. „Nei, það hefur líka alltaf verið tilhneiging hjá mér að gera hlutina í öfugri röð og þetta er bara hluti af því mynstri.“ Og þessa ástsæla leikkona segir að flugfreyjubúningurinn sjálfur fari sér bara ljómandi vel og hún telur að þetta sé eitthvað sem konur á besta aldri geti nýtt sér. „Já, mér finnst þetta falleg og mikilvæg skilaboð til kvenna sem eru komnar yfir 27 ára aldurinn. Allavega get ég ekki beðið eftir því að byrja og nú er ég komin með fasta sumarvinnu næstu 25 árin.“- fgg
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira