Lífið

Edduverðlaunin í myndum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það fór sennilegast ekki framhjá neinum að Edduverðlaunahátíðin fór fram í Gamla bíó í gær. Rúnar Rúnarsson, leikstjóri og handritshöfundur, kom sá og sigraði ásamt félögum sínum með myndina Eldfjall. Hún fékk alls fimm verðlaun.

Fjöldi prúðbúinna gesta var viðstaddur hátíðina. Má þar nefna Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Loga Bergmann Eiðsson, sem var kynnir hátíðarinnar, Kjartan Sveinsson úr hljómsveitinni Sigur Rós og marga fleiri.

Daníel Rúnarsson ljósmyndari var á ferðinni og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Smelltu hér til að sjá myndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×