Efast um ábata íslensku krónunnar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. mars 2013 10:53 Mynd úr safni. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segist efast um ábata íslensku krónunnar til lengri tíma. Telur Þórarinn upp margvíslegan kostnað sem fylgir því að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Segir hann beinan kostnað af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum geta numið um fimm til fimmtán milljörðum króna á hverju ári. „Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum," skrifar Þórarinn, og bætir við að rannsóknir bendi til þess að miklar gengissveiflur geri fyrirtækjum erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum. „Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar."Grein Þórarins í heild sinni. Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segist efast um ábata íslensku krónunnar til lengri tíma. Telur Þórarinn upp margvíslegan kostnað sem fylgir því að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Segir hann beinan kostnað af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum geta numið um fimm til fimmtán milljörðum króna á hverju ári. „Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum," skrifar Þórarinn, og bætir við að rannsóknir bendi til þess að miklar gengissveiflur geri fyrirtækjum erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum. „Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar."Grein Þórarins í heild sinni.
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira