Efast um að forseti ASÍ standi við hótunina Hjörtur Hjartarson skrifar 18. september 2014 19:30 Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira