Efnasameind skyld karríkryddi hugsanlega lækning við Alzheimer Hugrún Halldórsdóttir skrifar 17. desember 2011 12:00 Alzheimer. Tilraunir með nýtt lyf við Alzheimer-sjúkdómnum fylla vísindamenn von um að geta stöðvað sjúkdóminn og bætt minni sjúklinga sem þjást af völdum hans. Lyfið er í þróun hjá Salk-rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum og hefur það þegar stöðvað framgöngu sjúkdómsins í músum. Ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf svo vitað sé. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir rannsóknina mjög athyglisverða. "Það er verið að horfa á efnasameind sem er afleidd af karríkryddi og hefur taugaverndandi og fjölþætt áhrif á miðtaugakerfið í rannsóknarmódelum. Þannig að hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun varðandi Alzheimer-sjúkdóm," segir Pálmi. Talið er að lyfið geti einnig nýst til að stöðva aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma. "Nálgunin er sú að horfa á verndun miðtaugakerfisins og örvun á nývexti. Hugmyndin er að varðveita taugasímana þar sem taugafrumurnar tala við hver aðra," bætir Pálmi við. Raunar hefur lyfið einnig bætt minni þeirra músa sem ekki höfðu verið smitaðar af Alzheimer í þágu vísindanna. Stutt er í að leyfi fáist til að nota það á fólk í tilraunaskyni en óvíst er hvort það hefur sömu áhrif á fólk og það hefur á tilraunadýrin. Reynist lyfið vel telur Pálmi að það muni líða sjö til tíu ár þar til það fer í sölu en það væri stórt skref fyrir mannkynið. "Það er verið að sýsla með meðul sem hugsanlega hafa væg áhrif á einkenni en ekkert sem breytir náttúrusögunni en það er það sem okkur vantar og þess vegna eru svona rannsóknir gríðarlega mikilvægar," segir Pálmi að lokum. Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Tilraunir með nýtt lyf við Alzheimer-sjúkdómnum fylla vísindamenn von um að geta stöðvað sjúkdóminn og bætt minni sjúklinga sem þjást af völdum hans. Lyfið er í þróun hjá Salk-rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum og hefur það þegar stöðvað framgöngu sjúkdómsins í músum. Ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf svo vitað sé. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir rannsóknina mjög athyglisverða. "Það er verið að horfa á efnasameind sem er afleidd af karríkryddi og hefur taugaverndandi og fjölþætt áhrif á miðtaugakerfið í rannsóknarmódelum. Þannig að hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun varðandi Alzheimer-sjúkdóm," segir Pálmi. Talið er að lyfið geti einnig nýst til að stöðva aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma. "Nálgunin er sú að horfa á verndun miðtaugakerfisins og örvun á nývexti. Hugmyndin er að varðveita taugasímana þar sem taugafrumurnar tala við hver aðra," bætir Pálmi við. Raunar hefur lyfið einnig bætt minni þeirra músa sem ekki höfðu verið smitaðar af Alzheimer í þágu vísindanna. Stutt er í að leyfi fáist til að nota það á fólk í tilraunaskyni en óvíst er hvort það hefur sömu áhrif á fólk og það hefur á tilraunadýrin. Reynist lyfið vel telur Pálmi að það muni líða sjö til tíu ár þar til það fer í sölu en það væri stórt skref fyrir mannkynið. "Það er verið að sýsla með meðul sem hugsanlega hafa væg áhrif á einkenni en ekkert sem breytir náttúrusögunni en það er það sem okkur vantar og þess vegna eru svona rannsóknir gríðarlega mikilvægar," segir Pálmi að lokum.
Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira