Ég er líka brjáluð! Margrét María Sigurðardóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka öllu því flotta unga fólki sem hefur stigið fram á undanförnum dögum til þess að vekja athygli á fordómum og úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja. Auk þess er skylt að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði, þannig að þau nái sem bestum andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska. Ljóst er að þessi réttindi eru ekki tryggð hér á landi, en í dag þurfa börn með hegðunar- og geðraskanir oftar en ekki að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir greiningu og þjónustu við hæfi. Þetta er langur tími í lífi barns og ef barn fær ekki þjónustu við hæfi án tafar getur það haft alvarleg og varanleg áhrif á þroska þess og heilsu til framtíðar. Íslenska ríkið brýtur á mannréttindum barnaUmboðsmaður barna hefur ítrekað bent á að íslenska ríkið sé að brjóta alvarlega á mannréttindum barna að þessu leyti, en því miður hefur það haft takmörkuð áhrif. Ég er því óendanlega þakklát að sjá ungt fólk nýta rétt sinn til þess að tjá sig og vekja athygli á því að staða þessara mála hér á landi sé óásættanleg. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot, en með því er ætlunin að varpa ljósi á alvarleika málsins og skora á yfirvöld að bregðast við. Þau hafa notað myllumerkið #viðerumbrjáluð sem er að mínu mati vel við hæfi. Ég vil því nota tækifærið til þess að segja að ég er líka brjáluð! Brjáluð yfir því að börnum sé ekki tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, Alþingi og aðra opinbera aðila að hlusta á börn og ungmenni og bregðast við þessum vanda sem fyrst. Ég tek undir með ungmennaráði UNICEF á Íslandi: Börn eiga ekki heima á biðlistum!
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun