Innlent

Ég hata þig ekki

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Sigurður og Koske féllust í faðma og felldu sjálfir tár þegar þeir hittust fyrir framan salinn.
Sigurður og Koske féllust í faðma og felldu sjálfir tár þegar þeir hittust fyrir framan salinn. Þorsteinn J.
„Ég hata þig ekki. Ég vil miklu frekar elska þig." sagði Sigurður Guðmundsson, 88 ára, við þýska kafbátahermanninn Horst Koske þegar þeir hittust í sýningarskála Íslands á bókamessunni í Frankfurt í dag. Koske, sem er 84 ára, er eini eftirlifandi meðlimur áhafnar þýska U300 kafbáts nasista sem skaut á og sökkti Goðafossi út af Garðskaga hinn 10. nóvember 1944. Sigurður er einn af þeim fjórum úr áhöfn Goðafoss sem enn er á lífi.

Sigurður og Koske voru leiddir saman í hádeginu þegar bók Óttars Sveinssonar, Útkall - árásin á Goðafoss, var kynnt. Óttar segir stundina hafa verið tilfinningaþrungna. ,,Þetta var óendanlega hjartnæm stund. Ég held að meirihluti þeirra sem sátu í salnum þéttskipuðum hafi fellt tár," segir Óttar.



Sigurður til hægri og Koske til vinstri.Mynd/ Sagenhaftes-Island
Sigurður og Koske féllust í faðma og felldu sjálfir tár þegar þeir hittust fyrir framan salinn.

Goðafoss átti ekki langt í land þegar þýski kafbáturinn skaut á hann. Goðafoss var hluti af skipalest frá Bandaríkjunum. Tuttugu og fimm Íslendingar fórust og nítján björguðust. Jafnframt týndu nokkrir breskir skipbrotsmenn lífinu. Árásin á Goðafoss er talið vera eitt mesta áfall íslensku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×